Ástralíukindin

Ein enn kindin er komin á bloggið enda komin hinum megin á hnöttinn...

Monday, December 20, 2004

Ja hérna, eitt enn blogg af kindinni frá Ástralíu.
Vona að við komum heim á tilsettum tíma, erum núna í hangsi í Darwin eftir 3, 5 tíma flug frá Adelaide. Semsé ennþá í Ástralíu en ættum að vera komin langleiðina til Singapúr:(
Vona að við náum tengifluginu til London, annars verður einhver bið á okkur skötuhjúunum á klakann. Þeir redda manni víst alla leiðina heim þannig að við þurfum ekki að áhyggjast af því alla vegna en....

En já kemur allt í ljós....
Vonandi reddast þetta allt saman

BLESS BLESS ASTRALIA
HALLO ISLAND:)
Vid skotuhjuin erum semsagt ad yfirgefa hitann og hakarlana i Astraliunni og a leidinni heim fyrir jolin, erum rosaspennt og veit ekki hvernig vid verdum i 30 og eitthvad tima flugferdinni, langar bara heim strax!!!
Sidustu vikurnar i frii hafa verid alveg frabaerar, jolakaupin oll komin i toskurnar og komin med nog af sol og strandarlegu (serstaklega eftir ad hakarlarnir akvadu ad narta adeins i strandfolkid...). Bidum spennt eftir snjonum og kuldanum heima og audvitad ollu folkinu.
Sidasta bloggid fra Astraliu, nuna thurfid thid ekkert ad lesa meira af okkur, faid okkur i eigin personu i stadinn.
Hlakka til ad knusa ykkur oll
xxx Erna

Friday, December 10, 2004

Hi mates
Sitjum hérna í bongóblíðu í Tassie, síðasti dagurinn áður en stórborgin Melbourne tekur við.
Smá íslendingasamkunda þar, ætlum að hitta Jóhönnu, Beggu og Hlyn (Lennie eins og hann kallar sig hérna). Semsé 5 íslendingar í stórborginni saman!!!
Hlakkar mikid til ad hitta thau, a samt ad vera þrumur og eldingar i Melbourne. Vona að það gangi fljótt yfir.
Tassie ævintýrið hefur verið rosaskemmtilegt, skrýtið fyrir mig og Hlyn að ferðast með öðru fólki allt í einu og smá árekstar en annars allt mjög gaman! Sáum fullt af vatni (annað en á meginlandinu), flotta fossa, rosafallegar strendur, echidna, risastór tré, fullt af kengúrum og endalaust annað. Þið fáið bara að sjá myndir þegar við komum heim, held að við náum ekki að skella þeim inn neitt fyrr...
En já bara 11 dagar í okkur, erum að komast í jólafíling þrátt fyrir hitann og sólina. Jólaskreytingarnar hérna eru nú hálfgert grey og mesti jólafílingurinn í loftkældum búðunum. Maður getur þá allavegna ímyndað sér að maður sé á klakanum og það sé mínus 10 úti...
Vil líka þakka Gyðu snillingi fyrir frábæra íslenska gestristni hérna hinum megin á hnettinum. Höfum verið í þvílíkt góðu atlæti hérna, með okkar eigið lítið gestahús, fengið þvílíkar steikur og massabrauð í morgunmat (bakað af Steve bakara, namminamm). Takk Gyða og Steve :)

En já, sólin bíður
Besos ástralíukindin