Ástralíukindin

Ein enn kindin er komin á bloggið enda komin hinum megin á hnöttinn...

Sunday, February 29, 2004

Er að verða betri tölvunörd. Mér var sagt að ef ég sæi eitthvað flott á síðu hjá einhverjum ætti ég bara að copypasta það. Var voðadugleg og copypastaði gestabókina hennar Bryndísar.
Hmmmm
Fékk semsé bókstaflega gestabókina hennar.
En þetta er allt að koma. Komin með kommentadótið svo endilega skiljið eftir komment.
Gaman að vita að einhver sé að lesa þetta.....
Ætla að gefa gestabókinni aðra tilraun, fá mína eigin í þetta skiptið

Lata kindin er komin á bloggið aftur. Sorry skal reyna að vera duglegri...
Enda alltaf á msn allan tímann og nenni ekki að skrifa neitt hérna:(
En batnandi kindum er best að lifa.

Fór í Cleland Wildlife Park í dag og það var ótrúlega gaman að sjá kengúrur hoppandi út um allt, klappa kóalabjörnum á bossann og sjá fullt af fleiri skrýtnum dýrum. Þau eru svo vön fólki þarna að maður kemst ótrúlega nálægt þeim. Þarf að finna út hvernig ég set myndir á vefinn svo þið getið séð!
Er annars ótrúlega stolt af nýju kaupunum mínum, keypti Canon Ixus 400 stafræna myndavél og dýrka hana bókstaflega. Miklu betra en að taka fullt af myndum og framkalla þær, aldrei nema helmingurinn í lagi.

Byrja í skólanum á morgun, hlakka geðveikt til því ég er að fara í fullt af spennandi kúrsum. Komst að því að sameindakúrsinn sem ég ætlaði í (ekki beint spennt heldur bara til að fá metið inn í Bsinn heima) var ekki alveg að gera sig. Var búin að gera allar æfingarnar nema eina. Fann annan kúrs á önn 2 sem mér leist betur á. Vona að þetta gangi allt upp.

Er að fara núna í Sensory and Motor Systems, fullt af skemmtilegri taugalífeðlisfræði. Er forveri fyrir annan kúrs á næstu önn sem heitir Integrative and Higher Brain function. Eitthvað fyrir mig:)
Er svo að fara í Psychophysiology of Awareness, bóklegan og verklegan kúrs um svefn, dægursveiflur og meira gaman.
Tek líka Marine Mammals kúrs og Animal Behavior sem ætti að vera mjög skemmtilegt og loks spænsku.
Vantaði einn kúrs enn svo ég ákvað að rifja upp spænskuna. Ég meina akkúru ekki?

Sýnist ég hafa frí á föstudögum og svo á mánudögum seinni hluta annarinnar sem er algjör snilld. Þá get ég og Hlynur farið í fullt af ferðum þegar hann kemur og það er bara gaman:)

Skólinn hér byrjar aldrei fyrr en 9 sem er annað gleðiefni. Ég mæti semsé einu sinni klukkan 9, einu sinni 10 og tvisvar í hádeginu. Ekki nærri því jafnmikið í skólanum eins og heima í líffræðinni þar sem er endalaust verklegt.


Ætla að fara að sofa núna svo ég mæti fersk í tíma á morgun. Ætla að hitta mömmu á msn í fyrramálið fyrst. Elska webcam og microphone þó það sé svoldið hægvirkt. Nútímatækni gerir lífið aðeins auðveldara!
Góða nótt. Lofa að vera duglegri bloggkind.

Monday, February 23, 2004

Hæ aftur
Sorry hef ekki verið duglegur bloggari svona fyrstu dagana. Lofa að bæta út því!
Er semsagt núna í íbúðinni minni á campus. Algjör snilld að búa á campus og þurfa ekki að taka strætó í hálftíma á hverjum degi í skólann. Bý með ástralskri stelpu, Sabrinu sem á heima í eyðimörkinni og sænskur strákur, Sreten, flytur inn í dag. Stelpan kom með fullt af skemmtilegu dóti sem var ekki í íbúðinni eins og poppvél (þ.e. örbylgjuofn), sjónvarp, loftkælingu og fleira.

Skólinn byrjar ekki fyrr en í næstu viku. Núna er orientation vika. Það er fullt af einhverjum námskeiðum eins og "How to success at uni" en ég held að ströndin hafi vinninginn. Svo er víst mikið af öldrykkju og svoleiðis gleði þessa vikuna;)

Er ennþá að fá kúrsana mína samþykkta en er allavegna komin inn í nokkra sem mig langaði í. Ef hinir ganga ekki upp fer ég bara í Australian studies, Australian reptiles eða eitthvað álíka!

En held að ég ætli að drífa mig út í sólina......

Thursday, February 19, 2004

jæja, loksins kemur fyrsta bloggið frá ástralíu:) hef núna komist yfir meirihlutann af flugþreytunni þó mér finnist ég ennþá vera á bát ("sjóveik"). Það hlýtur að jafna sig eftir smá svefn.

Kom í 25 stiga hita til Adelaide, sól og engin ský á himninum frekar búin á því eftir 2 daga ferðalag. England var samt mjög skemmtilegt. Gisti hjá vini mínum síðan í Salamanca og pabbi hans var geðveikt indæll. Pikkaði mig upp á flugvöllinn og skutlaði mér svo degi seinna. Ekki nema klst hver ferð, þannig að pabbinn fékk að keyra í 4 tíma fyrir manneskju sem hann þekkir ekki neitt. mamman var líka algjör snilld. "You allright there, dear?". Stofan svo öll bleik og teppi allsstaðar, toppaði meira að segja bleiku íbúðina í Köben þar sem það voru teppi á klósettinu líka!!!´
Spurði Chris þegar hann sýndi mér skólann sinn í Cambridge hvort það væru virkilega teppi allsstaðar. Skólinn var semsagt allur teppalagður líka. Hann var bara voða hissa og spurði hvort það væri ekki þannig á íslandi....

Leist rosavel á Cambridge, ótrúlega mikið af gömlum, fallegum byggingum, á sem rennur í gegnum bæinn og fullt af trjám og grænum svæðum. Veit ekki með London, eyddi bara nokkrum klst þar. Fór að sjá Big Ben sem var amk mjög flott.

24 tíma flugið var ekki beint skemmtilegt, fyrra flugið til Singapore var samt betra. Hafði mitt eigið sjónvarp þar sem ég gat valið um mismunandi myndir og spilað tölvuleiki. Frekar sniðugt!
Vissi nota bene ekki að Singapore er sitt eigið ríki, hélt að það væri hluti af Malasíu. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Allavegna fékk ég að hanga á flugvellinum þeirra í 5 tíma áður en ég gat farið í næsta 9 tíma flug með stoppi í Darwin. Fékk sæti við neyðarútganginn og það var snilld að teygja úr fótunum. Einn flugþjónninn var líka geðveikt góður við mig. Þreytta ég settist semsagt óvart í fínu sætin þegar ég kom inn aftur í vélina í Darwin. Skildi ekki alveg hversu þægileg sætin voru allt í einu og af hverju flugþjónninn gaf mér voðafínt vatn í kampavínsglasi......
hmmmm....
Færði mig vandræðalega í ekki svo fína sætið mitt aftar í vélinni en gaurinn kom þá og gaf mér svaka fína pakkningu með alls konar dóti til að nota í vélinni; handáburð, rakakrem, áburð á varirnar og krem til að auka blóðrásina í fótunum út af fluginu, naglaþjöl og fleira skemmtilegt:)
Notaði það óspart í fluginu og var örugglega öfunduð af hinum farþegunum í ekkisvofínusætunum...
Var samt tetrislaus og gat bara horft á myndir á stærri skjá svo tíminn var aðeins lengur að líða.
Fékk líka hellur dauðans á því að lenda og fara upp 4 sinnum á 2 dögum.
En ætla ekki að kvarta, er í Ástralíu núna svo....

Monday, February 09, 2004

Hæ allir
Er núna á síðustu sunnudagsvaktinni minni í Máli og menningu.
Vika í 3 daga ferðalagið til Ástralíu í hitann og sólina. Get varla beðið eftir því að komast úr leiðindafrostinu hérna á klakanum:)