Hallo hallo fra hjara veraldar
Erum komin til Tasmaniu, vorum pikkud upp i dag a flugvellinum af frabaerri islenskri konu, Gydu, sem hefur buid herna i 25 ar. Thilikt nice vid okkur, forum um Launceston i dag og fengum brillasteik herna i kvoldmat. Sumir atu 3 steikur vitandi thad ad their fengju bara pasta og hrisgrjon naestu vikuna i gongu!
En ja erum i thvilikt godu atlaeti hja Gydu og Steve, breska manninum hennar herna, sofum i gestahusinu i nott og forum svo i gonguna eldsnemma i fyrramalid.
Latum heyra i okkur eftir gonguna, naesta laugardag liklega.
Annars bara rosaglod ad vera buin i profum, senda heim 30 kg af drasli, thrifa og skila ibudinni af okkur...
Hafid thad gott thangad til naest...
Friday, November 26, 2004
Wednesday, November 24, 2004
How is it going mates???
Aussiearnir ég og Ice eins og Hlynur er farinn að kalla sig hérna því bókstaflega enginn getur borið fram nafnið hans bara rétt ókomin á klakann. Ef þið viljið hringja í okkur, þá er síðasta tækifærið á morgun því síminn lokar föstudagsmorgun og við förum á flugvöllinn! (Ekki til Íslands alveg strax þó heldur til Tasmaníu og Melbourne fyrst)
Get ekki betur séð en að allt sé klappað og klárt með litla leyndarmálið mitt. Ætlaði að bíða þangað til ég fengi ráðningarsamning faxaðan til mín en þessi skriffinnska virðist ætla að taka aðeins meiri tíma en ég bjóst við. Fékk email áðan sem segir allt sem segja þarf held ég...
Jenný og Ólöf, þið höfðum semsagt rétt fyrir ykkur. Þetta snýst bæði um vinnu og master:)
Minns er semsagt komin með 100% stöðu sem svefnmælitæknir í klínískum rannsóknum frá og með 28.desember á Landspítalanum:) Fólk kemur semsagt og fær mælingu fyrir alls konar svefntruflanir, kæfisvefn og svoleiðis.
Get svo útfrá því fundið mastersverkefni sem mig langar að vinna byrjandi næsta haust í svefnrannsóknum og unnið áfram með í klínisku rannsóknunum til að fá smá pening!
Því algjör draumastaða fyrir stúlkukindina, ráðin í draumajobbið hinum megin á hnettinum og get svo gert masterinn heima eins og mig langaði á því sviði sem mér finnst mest spennandi :) :) :)
Frábært að geta byrjað að vinna strax og maður kemur heim og það í líffræðivinnu sem ég bjóst ekkert við að fá...
Eintóm gleði
En já, vildi bara deila gleðinni með ykkur. Ætla út í sólina og halda áfram að læra fyrir prófið á morgun...
Monday, November 22, 2004
Fór í Marion verslunarmiðstöðin á laugardaginn, engin smá hnullabygging, eins og Kringlan og Smárinn til samans. Skoðaði endalaust sæt barnaföt í stærðum 00000, 0000, 000 , 00 og 0.
Ekkert smá dúlludót. Heyrði á einhverjar konum á tali um að þær yrðu nú að kaupa ákveðna flík fyrir ungabarnið; væri rosamikið í tísku núna!!!
Gerði mér ekki grein fyrir því að það væri tíska í barnafötum, alltaf lærir maður eitthvað nýtt!
Hlynur sagði mér svo að kaupa mér eitthvað fallegt og greyið missti andlitið þegar hann hitti mig í Marion um hálffimm þegar mín var klyfjuð pokum... Var nú ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera en verslaði mér 2 pör af skóm (seinna parið á hálfvirði svo ég gat ekki annað en keypt það líka...), hlýrabol, sokka og nærbuxur (allt voða praktískt bómullardót svo ekkert að spreða þar). Svo var auðvitað komið slatti af pínulitlu krúsidúlludóti í poka og smá snyrtidót fyrir dömuna.
Héldum svo í súpermarkaðinn og versluðum inn smá partýdót, fórum heim og gerðum massatiltekt á heimilinu sem hefur verið frekar vanrækt í prófatörninni. Liðið kom svo um áttaleytið í kveðjupartý og við skemmtum okkur rosavel. Sagði öllum að koma með einhvern rétt eða whatever sem það vildi og við enduðum í átveislu til miðnættis:) Kíktum þá til Glenelg, fengum okkur smá bjór og svo beint í bólið!
Svo var smá strandarfílingur í gærdag og leti heima að horfa á síðasta ástralska Idol þáttinn. Endaði á að vera 3 klst prógram haldið í óperuhúsinu í Sydney með flugeldum og látum. Rosaflott. Svo vann stelpan sem við héldum með. Strákurinn var svona hálfgerður ítalskur Justin Timberlake, söng voða vel en hálfslepjulegur greyið. Stelpan brilleraði alveg, ekki með poppstjörnuútlitið en með klikkaða rödd og rosaskemmtileg á sviði. Leiðinlegt að við náum ekki að fylgjast með framhaldinu. Verðum að láta Beggu og Hlyn, Idolsjúklinga segja okkur hvað er að gerast. Idol hérna er nefnilega svo miklu stærra en heima, með endalausri auglýsingastarfsemi, viðtölum, útgáfu á diskum og fleira. Gáfum meira að segja út disk með eftirminnilegustu performerunum, einn þeirra söng í gær. Hrikaleg rödd, hræðilegur dansari og engan vegin sviðsefni en strákurinn er orðinn ríkur og frægur!
Stelpan sem vann, vann líka glænýjan sportbíl (rauðan), tölvu og alls konar dót og var sagt að yrði einn frægasti og ríkasti ungi Ástralinn eftir árið! Sá sem vann í fyrra er amk orðinn þvílík súperstjarna hérna.
Allavegna, Adelaide dvölin nær á enda. Var að byrja að pakka dóti ofan í tösku sem fer ekki með til Tasmaníu. Erum að vona að Greg sem Hlynur er að vinna hjá sé að redda okkur extra allowance í Qantas flugið. Annars þurfum við að senda 25-30 kg heim með flugfrakt á fimmtudaginn. Frekar dýrt en þorum ekki að mæta með 35 kg hvort í flugið og þurfa að borga það þannig. Það væri allrosalega dýrt!!!
Á að vera brillaveður á morgun, miðvikudag og fimmtudag þannig að mín ætlar að lesa úti í 30 stiga hita:) Svo bara próf á fimmtudaginn, þrif og pakka áður en við höldum í Thanksgiving dinner hjá amerískum vinum okkar hérna. Hef aldrei farið í svoleiðis áður og hlakka til að fá kalkúninn og allir um borðið segja hvað þeir eru þakklátir fyrir það árið ;)
En já, lærdómurinn bíður...
Hafið það gott í jólalandinu heima
Saturday, November 20, 2004
JIBBY!!!!
Thessi profatorn er bratt a enda og ogedisprofid i liftaekni buid:)
Gekk betur en thordi ad vona og nadi thessu allavegna held eg. Var ekki svo viss i gaerkveldi thegar eg for yfir allt torfid. Hafdi ekki hugmynd um hvad hefur ahrif a hreyfingu flaedis i storum tanki en bulladi mig ut ur thvi eins og odru midur skemmtilegu sem var til profs. En er rosafegin ad thetta er buid svo eg geti farid ad gera eitthvad skemmitilegra
Bara eitt prof eftir a fimmtudaginn i naestu viku i mun skemmtilegra fagi og svo framundan er chill helgi daudans.
Aetla ad drifa mig i Marion nuna og skoda barnafot fyrir kulubuann hja storu systur og fleira skemmtilegt!
Svo er party heima i kvold svo vid getum kvatt allt lidid herna.
En ja hafid thad gott um helgina, eg er farin i Mollid
Thursday, November 18, 2004
Halló halló
Minns situr heima og á fullu að læra. Smá pása núna í eftirmiðdaginn....
Var í prófi í gær um alls konar heiladót eins og meðvitund, tilfinningar, geðklofa, ofskynjanir og fleira áhugavert. Gekk alveg fínt, hafði ekkert rosamikinn tíma til að læra fyrir prófið því ég er í 3 prófum þessa vikuna en held að hafi náð allt í lagi einkunn.
Allavegna er með rosagóðar fréttir sem mig dauðlangar að segja ykkur. Þori ekki öðru en að bíða með það samt þar til ég fæ staðfestingu.
Nota bene ekki ólétta!!!
En já snilla fréttir:)
Er semsé að læra núna fyrir tvö próf í einu, algjör steik. Fyrra prófið er á morgun í umhverfis- og public health örverufræði. Veit mun meira en áður um matarsýkingar, matareitranir, kompost, skolpvatn og fleira skemmtilegt. Hitt er ekki jafnskemmtilegt á laugardaginn þar sem þið ættuð að vita það by now að líftækni er ekki í miklu uppáhaldi hjá minni. En þarf bara að klára þetta...
Hlynur tók sér frí í vinnunni í gær enda geggjað veður, hvorki meira né minna en 36 stiga hiti og rosasól! Fór og hitti hann á ströndinni eftir prófið. Ströndin var þvílíkt pökkuð af fólki (hef aldrei séð jafnmarga í Glenelg), fékk jarðaberja/súkkulaðisjeik og lá á ströndinni með honum í einn eða tvo tíma. Skelltum okkur líka í sjóinn, voðaerfitt að fara ofan í því ennþá svoldið kaldur en þvílíkt fínt þegar maður var allur kominn ofan í og byrjaður að synda
Geðveikt nice:)
Svo var haldið heim á leið og byrjað að læra á ný. Snillafréttirnar sem komu síðar það kvöld gerðu lærdóminn frekar erfiðan en ég þrjóskaðist við og náði að læra eitthvað...
En já eins og þið sjáið, bara lærdómur og ekki mikið annað að segja frá mér í dag...
Farin að hlakka geðveikt til Tasmaníuferðarinnar og svo að hitta Jóhönnu í Melbourne og keyra Great Ocean Road í chilli til Adelaide. 3 vikur af fríi og sól áður en við skundumst heim á leið í jólalandið....
Sunday, November 14, 2004
Halló halló
Mín er með endemum latur bloggari þessa dagana. Er semsé í prófalestri þessa dagana og hef lítið gaman af:( Hundfúlt að vera einn heima allan daginn að reyna að læra, veit einmitt ekki hvað varð af síðustu viku, hún bara hvarf og ekki var mikið lært.
3 próf í næstu viku og eitt í þarnæstu viku svo næsta vika verður svoldið stress.
En bara 2 vikur eftir af þessu rugli og svo 3 vikna frí og heimkoma þannig að ég ætla að hætta að kvarta...
Fórum í Barossa Valley í gær með Ernu, Jóseph og litlu Viktoriu Guðrúnu. Það var rosagaman, Hlynur hafði ekki farið enn þannig að það var kominn tími til. Sulluðum því í gæðaáfengi allan eftirmiðdaginn og lágum heima í leti um kvöldið (ekki mikill lærdómur þann daginn hóst hóst).
Svo á að vera gott veður þriðjudag og miðvikudag, spáð sól og þrjátíu og eitthvað stiga hita þannig að mín ætlar bara að setjast út í sólina og læra þannig, ætti að vera fínt.
Næsta helgi er svo síðasta helgin í Adelaide fyrir Tasmaníuferð svo planið er að fara á hjólabát í River Torrens, fara á ströndina ef veðrið leyfir og bjóða fólkinu sem er hérna ennþá í kveðjupartý á laugardagskveldinu. Gaman gaman
Allt á uppleið með master og vinnur:) Fæ að vita eftir 2 vikur með mögulegan master í rannsóknum á kæfisvefni. Mjög spennandi fyrir stúlkukindina....
Vona bara að hlutirnir gangi upp
En já Líftæknin frá djöflinum bíður mín
Nota bene: leiðinlegasti kúrs ever, það sem maður leggur ekki á sig fyrir útskrift, mín orðin þvílíkur meðalnemandi og fékk 6,8 fyrir síðasta verkefni sem var unnið með hálfri hendi kvöldið áður. Hinir kúrsarnir allir í mun betri málum en þessi er bara ekki að gera sig....
En já lærilær....
Monday, November 08, 2004
Halló halló
Biðst afsökunar á bloggleysi síðustu vikuna. Var komin með tímabundið ofnæmi fyrir tölvunni.
Var nefnilega voðadugleg og eyddi heilum degi uppi í skóla að sækja um líffræðivinnur. Tók heila eilífð að vinna fullt af emailum hjá yfirmönnum hjá hinu og þessu fyrirtækinu og senda með CV, meðmæli og einkunnir. Vona að það komi eitthvað út úr þessu. Búin að fá einhver svör og allir alveg jákvæðir en eiga enga peninga eins og algengt er hjá ríkisreknum líffræðistofnunum...
Þannig að ef þið vitið um einhverja vinnu sem hentaði minni, helst líffræðivinnu en allavegna eitthvað sem væri allt í lagi borgað og semiáhugavert þá endilega látið mig vita...
Náttúrulega svoldið erfitt að vera í atvinnuleit hinum megin á hnettinum en allt í lagi að reyna þetta.
En já, fullt af Kangaroo Island myndum komnar inn, rosaflottar myndir af dýralífi. Sáum þvílíkt mikið á þessum 3 dögum og var alveg snillahelgarferð. Hlynur skrifaði einhverja ferðasögu svo endilega kíkjið á það.
Áttum svo góða helgi núna, chill á föstudagskvöldið eftir massívan vinnudag í grenjandi rigningu að klippa niður tré fyrir klikkaða enska konu sem vill bara losna við öll tréin í garðinum sínum. Býr í Adelaide Hills á risastóru landi allt þakið trjám. Var allt í lagi fyrri part dags þegar við tókum niður tré og eitruðum fyrir rótunum með diesel olíu á svæði sem hún ætlar að láta hestana sína á. En svo hélt rigningin bara endalaust áfram og við fórum á annað svæði sem pirraði hana bara held ég, vildi bara losna við þessi blessuðu tré af þvílíkt brattri brekku. Farið að skvampa í löppunum á manni og varla þurr þráður á okkur þegar við loksins héldum heim á leið eftir 7 tíma. Gleðin var samt sú að leigupeningurinn fyrir næstu 2 vikurnar var kominn eftir dagsvinnu...
Allavegna laugardaginn var mun skemmtilegri, fórum í japanskan garð í borginni og tjékkuðum á listasafninu (eitthvað sem hefur verið á planinu lengi). Fengum okkur svo kaffi og köku og skoðuðum mannlífið í borginni. Fengum svo Suvi og Magnus í grænmetislasagna um kvöldið og drukkum bjór. Voða kósý.
Sund á sunnudeginum og svo pönnsur hjá Ernu og Jóa. Namminamm algjör snilli:)
Plönuðum líka ferð í Barossa Valley næstu helgi því Hlynur hefur aldrei farið og þetta er algjör must hérna í Adelaide. Ætlum því að svamla í alskonar áfengi, ókeypis smakkanir á voða fínu víni þarna.... Ætti að vera góður dagur:)
Allavegna, er heima þessa vikuna í upplestrarfríi, vona að þessi rigning fari nú að hætta svo ég geti flatmagað á ströndinni yfir lærdómnum. Próf næstu 2 vikurnar og svo bara bless bless Adelaide...
Hafið það gott á Fróni!
Eftir ad hafa buid i thessu blessada landi i 8 manudi tha hefur myndast sma listi inni i hausnum a mer sem mer langadi ad deila med ykkur....
Nokkrir hlutir sem Astralir gaetu laert af Islendingum:
1) Umferdarmenning
Rolegir a thvi ad stoppa aldrei fyrir gangandi vegfarendum og hrada helst a ser thegar thau sja ad madur er ad hugsa um ad fara yfir, bipa eins og brjalaedingar yfir minnsta hlut og hafa engar gangbrautir. Islendingarnir eg og Hlynur sem erum von thvi ad bilar stoppi fyrir okkur thegar vid aetlum yfir gangbraut erum heppin af lifa af thessa umferdarmenningu og hafa ekki verid keyrd nidur.
2) Bakerismenning
Eg meina come on, fransbraudid er ekki eina braudgerdin sem er moguleg. Hvad med ad smella sma fraejum uti og sma heilhveiti jafnvel. Alltaf fyrir jafnmiklum vonbrigdum med bakariin herna sem bjoda adallega upp a kjotbokur (meat pie er mjog astralskur matur) og kleinuhringi. Hvad med snudana, vinarbraudid, runstykki, ostaslaufu og pizzasnud. Allavegna, sakna islenskra bakaria og kakomjolkur.....
3) Njota solarinnar
Astralir fa svo mikid af godu vedri ad their kunna engan veginn ad njota thess lengur, i besta vedrinu eru mollin oll stoppud af folki og ekkert af lidi uti ad njota goda vedursins. Annad en Islendingar sem fa solarfri og alles, hlaupa allir ut a bikininu og fa ser bjor i baenum thegar solin laedist undan skyjunum og thad er 15 stiga hiti.
4) Grill
Ástralir steikja bara úti á plötu með gasi. Voða fyndið að sjá þá steikja lauk og grilla vibba sausages og kalla þetta grill. Íslenska grillmenningin er svo mikkkkkkkkllllllu betri.
Sakna fína gasgrillsins míns heima
5) Junk food
Er hætt að borða hamborgara og pullur því Ástralir klikkuðu bara gjörsamlega á þessu. Pulsur eru allar einhverjar risaógeðslegar sausages, miklu feitari en íslensku pylsurnar og svo bara smellt á tómatsósu og steiktum lauk af útipönnunni. Bjakk.
Hamborgarnir ekki mikið betri, jafnvel hakkað lauk inn í kjötið og svo alltaf skellt rauðrófu á. "It isn't aussie without beetroot". Annað bjakk.
Íslenskir sjoppuhamborgarar með kokteilsósu og frönskum með frönskukryddi á vinninginn þúsundfalt...
6) Sundlaugar
Útisundlaugin hérna lokaði í apríl og opnaði ekki fyrr en í október aftur mér til mikillar mæðu. Líka einstaklega fáar laugar og langt á milli þeirra, massívur klór í vatninu og sturtur fyrir dverga. Engir heitir pottar og enginn þvær sér áður en hann fer ofan í.
Í hnotskurn, Ástralía er frábær að mörgu leyti en vantar ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða (líka auðvitað fjölskyldu og vini sem er númer 1 á listanum). Æðislegt að prófa að búa í öðru landi í 1 ár og skoða en er allt of mikill Íslendingur í mér til að geta verið í burtu mikið lengur en það....