Ástralíukindin

Ein enn kindin er komin á bloggið enda komin hinum megin á hnöttinn...

Thursday, May 20, 2004

Jæja þið þarna úti sem eruð að skoða bloggið, hvað segiði nú um að skrifa í gestabókina eða kommenta eitthvað svo ég viti hver þið eruð. Langar að vita hverjir eru að lesa þetta, forvitna konan:) Verð líka örugglega duglegri eftir því sem þið kommentið meira. Positive feedback eins og þeir segja í líffræðinni.

Allt spick spam hreint fyrir inspectionið. Hlynur að fela sig inni í skáp, nei smá djók en dótið hans er allt inni í skáp nema blautar ullarnærbuxur úti á snúru með typpagati. Er að spá hvort ég eigi að taka þær inn blautar og setja í skápinn eða láta þá halda að ég eigi þær hmmmmm held að ég taki þær inn.
Vorum annars uberdugleg að þrífa langt fram á kvöld, brjálað að gera.

Mín ætlar svo að halda áfram að monta sig, fékk 9,4 fyrir polar bear ritgerðina mína:)
Verð nú að koma þessu að fyrir foreldrana svo þau sjái að maður er nú líka að gera eitthvað af viti hérna down under!

En ætla í skólann, Hlynur er að taka PADI open water prófið sitt í dag, ætti nú að rúlla því upp eins og öllu öðru... Svo ætlum við í smá verslunarleiðangur og bara að pakka fyrir næsta flakk:)

Bless á meðan

Wednesday, May 19, 2004

Verður eitthvað lítið um blogg næstu vikuna, ekki það að ég ætli að gefast upp á ykkur heldur erum við Hlynur að fara í Outbackið á föstudaginn og verðum í rúma viku. Kíkjum kannski á internetkaffi í Alice Springs samt og látum vita af okkur...

Var annars geðveikt í Flinders Rangers um helgina, reynum að setja inn einhverjar myndir áður en við förum í næsta ævintýri. Hlynur keypti þetta fína tjald og svefnpoka handa okkur. Við rétt smellum inn í tjaldið, mættum ekki vera mikið hærri en allt rosalétt og hægt að fara með í göngu og svoleiðis.
Fórum 7 saman í Flinders Rangers og gengum eins og brjálæðingar alla helgina. Vorum komin seint á föstudaginn og náðum bara smá rölti um svæðið áður en myrkrið kom. Tjölduðum frekar skrautlega í myrkrinu með hjálp vasaljósa og elduðum svo pasta fyrir alla á pottunum sem pabbi gaf Hlyni. Takk pabbi, snillagjöf sem á eftir að nýtast vel hérna í allri tjaldmenningunni. Fyrst að pottarnir og litla gasapparatið okkar gat eldað pasta og svo hrísgrjón með grænmeti og alles fyrir 7 þá ætti það að vera frábært fyrir bara mig og Hlyn.
Á laugardaginn var vaknað snemma og haldið í erfiðustu gönguna í National Parkinu, þ.e. upp á St Mary Peak. 21.5 km og 9 klst ganga, geri aðrir betur. Á tímabili leist minni nú bara ekkert á blikuna, hélt að ég ætti að vera í göngu en var bara komin í klettaklifur. Hlynur var algjör herramaður og togaði mig upp stærstu klettana. Útsýnið á toppnum yfir Wilpena Pound var samt alveg þess virði að klifra smá og veðrið algjör snilld þannig að þetta var frábær dagur. Um kvöldið rétt náðum við í endann á happy hour á barnum og fengum okkur nautasteik, nammi namm, venjulega fær mín nú ekki mikla löngun í svona mat og Hlynur stakk upp á því að ég fengi mér kjúklingabringu. En nei, eftir 21 kílómeter var mín bara með craving í blóðuga nautasteik. Sváfum þvílíkt vel um nóttina, dúðuð í föt því það verður frekar kalt þarna á næturna.
Á sunnudaginn vöknuðum við svo ennþá fyrr eða um sexleytið til að nýta daginn. Fórum og skoðuðum aboriginal kletta með 6000 ára gömlum myndum. Mjög impressive og gaman að sjá.
Smelltum okkur svo í aðra massíva göngu upp á Rawnsley Bluff. Þá gátum við séð allt sem við höfðum gengið daginn áður, upp á St Mary Peak og niður í Poundinu, rosagaman. Hlynur fór í gegnum alla gestabókina á toppnum og við vorum fyrstu íslendingar sem höfðum skrifað í bókina. Bókin var samt síðan 2001 svo það hafa nú örugglega fleiri farið upp. Vorum samt stolt af okkur:)
Í heildina snillaferð með geðveiku veðri og þvílíku útsýni.

En já, var að gera stórmerka uppgötvun áðan. ÉG ER STÓRGÖLLUÐ!!! Var í gleraugnabúðinni í tjékki til að fá linsur og komst að því að ég er ekki með binocular vision. Þ.e. ég get ekki notað bæði augun í einu eins og flestir til að sjá. Þetta er nota bene eitt af því sem skilgreinir okkur sem tegund:(
Skildi aldrei í því af hverju ég gat aldrei notað bæði augun þegar ég horfi í smásjá, sjónauka og svoleiðis, hélt að ég næði bara ekki tækninni. Skildi heldur aldrei þrívíddarmyndirnar í lífefnafræði og bullaði mig bara útúr því í prófinu. Gott að ég fór ekki í verkfræði því ég hef bara enga þrívíddarsjón!!!
Er víst betri að nota ljós og skugga í staðinn til að meta fjarlægðir en halló steik!!!
ástæðan er semsé sú að þegar ég var lítil þá var mjög tileygð og fór í aðgerð til að laga það. Skil ekki alveg mekanismann á bakvið þetta en mín sá semsé líklega allt tvöfalt þegar hún var lítil og heilinn á mér ákvað bara að cancella þessu binocular rugli. Þegar maður lokar einu sinni fyrir svona boðleið (til að koma með lífeðlisfræðilega útskýringu, getið bara skrollað áfram ef þið hafið ekki áhuga...) þá taka hinir hlutar heilans yfir og það er ekki hægt að virkja þetta aftur.
Ef ég hefði verið yngri en 3 ára þegar ég fór í aðgerðina hefði kannski verið hægt að laga þetta en minns var 5 svo....
Allavegna engin binocular vision fyrir Ernu:(

Hlynur var annars að koma úr dag 2 í köfun, rosagaman hjá honum. Hann verður að reyna að finna tíma fyrir að blogga áður en við förum aftur á flakk til að segja ykkur frá því...

En jæja við þurfum að fara að þrífa, inspection á morgun. Tjékkað á því hvort allt sé hreint. Dótið hans Hlyns verður því inni í skáp á morgun og hann ekki hér milli 10-4. Annars hefur það gengið mjög vel að lauma drengnum hérna inn og enginn virðist vera að skipta sér af því. Vonum bara að við getum verið hérna þar til önnin er búin...

Friday, May 14, 2004

Nokkrar myndir af mér og stráksa í Ástralíu komnar inn:)

Thursday, May 13, 2004

Jæja, kindin búin að vera hrikalega lélegur bloggari síðustu daga. Sorry elskurnar mínar. Bara búið að vera brjálað að gera síðan Hlynur kom, skoða borgina, plana helgarferð í Flinders Rangers og svo 9-10 í næstu viku í Outbackið að skoða Uluru, The Olgas og Kings Canyon. Þið sem hafið flakkað á þessa staði, eins og 2 kindur sem ég þekki, megið endilega gefa okkur einhver ráð. Ætlum semsé að kaupa þennan lestarmiða og fara svo í ferð frá Alice Springs með einhverju company og reyna að stoppa í Cooper Pedy.
Erum orðin fullbyrgð af alls konar camping dóti, þökk sé Hlyn sem fór ótrauður aleinn í bæinn tvo daga í röð og í mollið að bera saman verð og gæði. Eigum því núna þetta fína tjald sem vegur bara 2,5 kíló og við rétt smellum inn í það og fína svefnpoka. Hann var líka voðasætur og keypti hlý "ullarnærföt" handa minni, úr einhverju gerviefni sem andar. Held að hann hafi nú bara verið forsjáll líka svo hann gæti nú verið í sínum og ég væri ekki skjálfandi úr kulda...
Verður líklega frekar kalt á kvöldin nefnilega, sjáum til hvernig þetta gengur um helgina, vonandi getum við líka tjaldað bara í Outback ferðinni okkar og sparað pening.

Verð svo að monta mig smá! Fékk 9,5 í svefnkúrsprófinu mínu. Var hæst í bekknum og er ekki einu sinni í sálfræði eins og restin + skiptinemi + að fá kærastann minn til mín daginn eftir og ekki með athyglina við lærdóminn. Geri aðrir betur!!!

En já erum að pakka fyrir ferðina, leggjum af stað eldsnemma í fyrramálið með 5 öðrum útlendingum hérna. Finnsku Suvi og sænska kærastanum hennar, Markus, Kristin frá Þýskalandi og dönsku Lene og þýska kærastanum hennar. Semsé nokkuð skrautlegur hópur og ætti að vera fjör. Erum að plana svaka hiking alla helgina og komum til baka á mánudaginn. Mánudagurinn er semsé Public holiday því það eru Adelaide Cup day sem snýst um veðreiðar. Fyndið að hafa frí út af því en ekki er ég að kvarta....

Hlynur fékk svo vinnuleyfið í morgun, veiveivei:) átti svosem ekki að vera neitt mál, bara formality fyrst hann var kominn með landvistarleyfið en maður veit aldrei svo við fögnum því...

Lofum góðu bloggi og myndum eftir helgina, vonandi hafið það gott þangað til.
Ef þið þurfið að ná í okkur þá ættum við að vera með gemsasamband.
Minn sími er +61400132953
Hlyns sími er +61408892424
Höfum amk kveikt á öðrum símanum.....

Tuesday, May 04, 2004

Fékk heimsókn áðan.
(Nei ekki Hlynur, ennþá 2,5 dagar í hann.)
Sat niðri og var að læra fyrir próf og fékk næstum hjartaáfall þegar ég sá eitthvað skjótast frá ofninum í stofunni bak við gluggatjöldin. Hélt fyrst að væri risastór kakkalakki og leist ekkert á blikurnar. Leit svo betur og sá að þetta var lítil mús. Var samt ekkert paránægð með þessa heimsókn, langar ekkert sérstaklega að hafa litla mús að gefa mér hjartaáfall hérna, kúkandi út um allt og nagandi hluti.
Fór á skrifstofuna sem sér um þessi mál fyrir "The Village People", þ.e. okkur sem búum á campus. Gellan var voðaróleg og sagði mér að meindýraeyðirinn kæmi einu sinni í mánuði!!!
Halló, á maður bara að hinkra eftir því. Annars sagði hún mér bara að kaupa músagildru. Legg ekki alveg í það, ætla að tjékka á flatmatinum, hún er kannski harðari af sér enda áströlsk sveitastelpa. Annars er minn heitelskaði með reynslu í þessum málum. Fengum nokkur grey inn í dalinn síðasta vetur og Hlynur reddaði málunum...

Er annars að reyna að vera dugleg að læra þangað til stráksi kemur, próf á fimmtudaginn í psychophysiology, þ.e. svefnkúrsinum mínum. Mjög áhugavert efni, hefði ekkert á móti því að verða svefnsérfræðingur!!! Aldrei að vita hvað maður endar á að gera...
En jæja, ætla að halda áfram að lesa, annars kemst ég aldrei í gegnum þetta próf...

Monday, May 03, 2004

Jæja nú styttist alvarlega í þetta!
Magasárið að gróa og Hlynur rétt ókominn!!!
Hef heyrt smá áhyggjur um að ég hætti bara að blogga þegar kallinn er kominn til mín en ekki hafa áhyggjur. Hann heyrir nú allt sem fer á þetta blogg í símann eða webcam svo þetta er nú ekki beint ætlað honum. Erum samt að spá í hvað við eigum að gera þegar hann kemur. Hafa sitthvort bloggið áfram eða breyta þessu í sameiginlegt blogg. Hvað finnst ykkur???

Fjölskyldu útskriftar/afmælis/kveðju veislan og svo partýið um kvöldið var víst rosa gaman. Finnst leiðinlegt að hafa misst af því en maður getur víst ekki gert allt. Fór í staðinn í síðbúna trúlofunar/brúðkaups og innflutningsveislu. Fólk viriðist vera farið að setja þetta allt saman í eina súpu!
Ekki það að ég sé að kvarta, var vel haldin með endalausum mat og hápunkti dagsins: íslenskum pönnukökum!!!

Nota bene ef þið viljið sjá myndir af mjög svo óléttri Ernu, þá er ég að downloada myndum...

Hee bara að stríða ykkur, ekki ég heldur hin íslenska stelpan sem er hérna. Hún heitir semsé Erna líka, var í líffræðinni heima, kom hingað sem skiptinemi og giftist ástrala. Sorry mamma, en ekkert lítið kríli á leiðinni strax. Held nú að stóra systir verði fyrri til:)

Jæja ætti að fara að læra fyrir sálfræðiprófið mitt á fimmtudaginn. Fínt að klára það af áður en stráksi kemur:) bara 84 klst í drenginn....