VEIVEIVEIVEIVEI HLYNUR ER KOMINN MEÐ LEYFIÐ:)
Trúi þessu varla ennþá, en skriffinnskuliðið í Berlín er loksins að standa sig.
Eftir að hafa látið umsóknina liggja ósnerta í 2 vikur á borðinu hjá sér þá loksins kíktu þau á hana í dag og viti menn, gáfu okkur leyfið án nokkurra spurninga. Mín var að undirbúa sig undir að hringja og öskra nett á það, hugsaði með mér að fyrst brjálæðiskast kom mér út þá ætti það að koma Hlyn út líka.
Sem betur fer þurfti það ekki til. Vegabréfið á leiðinni heim með DHL as we speak með hinum dýrmæta stimpli:)
Wednesday, April 28, 2004
Ups var að kíkja á paskamyndirnar sem eg setti inn og þá voru þær allar í vitlausri röð, þessar tölvur hugsa alltaf fyrir mann (stundum of mikið!) og mín setti allt í stafrófsröð. Hélt að ég hefði lagað það en amk núna í réttri röð. Verandi meyja þá þoli ég ekki myndir í rangri tímaröð, átti fyrir nokkrum árum myndir 2-3 ára ekki settar í albúm og gerði sjálfa mig næstum geðveika á að raða þessu!!!
En stafræna vélin reddar málunum, maður stillir bara tímann og dagsetningu rétt inn og þá veit maður nákvæmlega hvenær eitthvað var tekið!
Er ekkert smá ánægð með kaupin þó vélin hafi verið frekar dýr, algjör snilli að geta séð myndirnar strax, tekið svart hvítar myndir, brúnleitar myndir, og fókusað á lítil dýr og svona:)
Tók myndir um daginn í workshop af frekar creepy krufningu af höfrungi og sel. Veit ekki hvort fólk vill sjá slíkt, var að spá í að smella þeim inn með viðvörun fyrir klígjugjarna. Hugsa samt að samlíffræðingum finnist þetta áhugavert!
Kláraði ritgerðina mína í gær, ef einhver hefur yfirþyrmandi áhuga á taugungunum sem stjórna göngu í mænunni, bara látið mig vita og ég skal senda ykkur 14 bls ritgerðina! Lágmarkið var 2000 orð en mín gat ekki stoppað og bablaði út úr mér tæpum 4000 orðum. Talandi um að pína sjálfan sig að óþörfu, gera tvöfalt lengri ritgerð en krafist er....
Er annars búin að sofa lítið fyrir stressi, umsóknin hans Hlyns situr ennþá í Berlín og við bíðum bara eftir því að þau stimpli hana fyrir hann. Vegabréfið og alles þar og drengurinn leggur af stað eftir viku...
Þoli ekki að leggja lífið mitt svona í lúkurnar á ókunnugu fólki:( Held að ég sé að fá magasár yfir þessu öllu saman. Trúleysinginn ég er meira að segja farin að biðja Guð um að hjálpa okkur...
Endilega hjálpið okkur með góðum hugsunum, kannski beljan (sorry en get ekki kallað hana neitt annað) í Berlín blíðkist eitthvað við það og gefi Hlyn leyfið.
En jæja morgunmaturinn bíður mín, var að tala við Hlyn og hann var að segja mér frá öllum dýrindis veitingunum sem verða í útskriftinni/afmæli hans og Lilju/kveðjuboð. Brauðtertur, brauðréttir, púðursykurkökur, ostakökur o.s.frv. Mín var farin að slefa áður en hann hætti og orðin sársvöng.
Fæ í staðinn fyrir kökurnar uberhollan morgunmat sem inniheldur lítinn sykur, litla fitu og miklar trefjar. Gaman gaman:( Mig langar í kökur líka búhú...
En jæja spænskan bíður líka, spænskupróf á morgun og mín að reyna að troða inn í hausinn á sér muninum á futuro simple, futuro compuesto, condicional simple og condicional compuesto....
Monday, April 26, 2004
Ætti að vera að læra en er með samviskubit yfir bloggleysi (og nenni ekki að vesenast í þessarri ritgerð...) svo ég valdi nokkrar myndir úr ferðalaginu og er að uploada þeim núna á netið.
Ætla að koma með smá updeit af ferðinni á meðan ég man ennþá flest details...
Dagur 1: Fór í frekar lítið þar sem við þurftum að byrja á því að ná í bílaleigubílinn út á flugvöll. Strætókerfið hérna er nú almennt ekkert til að hrópa húrra fyrir, hvað þá á Good Friday eins og þeir kalla föstudaginn langa. Hvað er annars málið með það? Hélt alltaf að hann væri langur af því að Jesús var á krossinum en hér er hann bara góður? Einhver sem veit svarið við þessu???
Allavegna, ég og 3 þýskar vinkonur mínar héldum út á flugvöll (Natalie, Suzanne og Barbara) og héldum af stað út úr Adelaide um 2 leytið. Kíktum við í Handorf, þýskum túristabæ hérna og borðuðum og hvíldum okkur aðeins. Höfðum ekkert pælt í gistingu fyrir ferðina og þar sem það voru páskar þá vorum við mjög heppnar að redda okkur gistingu í caravan park í Kingston. Komumst semsé ekki langt en vildum ekki keyra í myrkrinu (og það af góðri ástæðu eins og við komust að síðar...)
Dagur 2: Héldum til Mount Gambier í grenjandi rigningu. Ekki beint góð byrjun á ferðinni en við gerðum bara gott úr því. Borðuðum lunch á Pizza Hut (namminamm:) og skoðuðum hellana þarna. Tveir voru ókeypis og gaman að sjá þá. Ekki beint hellar heldur hafði þakið hrunið fyrir einhverjum tíma og núna nokkurs konar hola í jörðinni, kallast sinkhole fínu nafni. Þriðji hellirinn var svo alvöru hellir og konan á túrista information talaði voða áköf um að það væri hægt að kafa þar og að hellarnir næðu undir hálfa borgina o.s.frv. Við héldum því að þetta yrði rosagaman og borguðum 5 dollara fyrir að fara inn. Hef aldrei séð jafnmikið eftir 5 dollurum, þar malaði gamall maður, sjálfboðaliði sem fór með mann um hellana í heila klst um sögu staðarins. Og trúið mér sú saga var ekki beint merkileg. Sá hluti hellana sem maður getur séð án þess að kafa er líka frekar leiðinlegur svo okkur langaði mest bara að flýja og hlaupa út...
Þraukuðum þó út malið til að vera ekki dónalegar og drifum okkur að skoða Blue Lake í von um að það væri eitthvað betra. Og jú, ekkert smá fallegt vatn rétt utan við bæinn sem er heiðblátt hálft árið og grátt hinn helminginn. Rétt náðum í bláa tímann og þetta var ekkert smá flott.
Redduðum okkur svo hosteli í Portland fyrir kvöldið. Lýsingin í Lonely Planet var shabby but friendly og við héldum að það yrði bara fínt. Næst þegar Lonely Planet segir að staður sé shabby ætla ég að forðast staðinn með öllu því þetta pleis var meira en shabby. Eina upphitunin var arinn í eldhúsinu og herbergið okkar langt frá eldhúsinu með risagluggum svo það var frekar kalt. Og gaurinn sem rak það allt annað en friendly! En já upplifun að prófa svona, bara 15 dollarar fyrir nóttina sem er lítið fyrir hostel og við drifum okkur fljótt út næsta morgun.
Dagur 3: Keyrðum til Cape Bridgewater og mér langaði að sjá selina sem búa þar. Höfðum samt lítinn tíma því næsta stopp var Grampians National Park í smá keyrslu og það var 2 tíma rölt í selina. Planið var að fara í hiking þar í eftirmiðdaginn og næsta morgun. Því fá selirnir að bíða þangað til Hlynur kemur. Skoðuðum samt the Petrified Forest sem er mjög flott hraunmyndun, talið að tréin hafi lent í hrauninu og svo hafi lífræna efnið morknað niður eða eitthvað álíka- setti inn eina mynd svo kíkjið bara á þetta.
Skoðuðum líka aðeins í kring og drifum okkur svo í þjóðgarðinn.
Byrjuðum þar á týpísku túristagöngunum, skoðuðum the Balconies og McKenzie falls með öllum túristunum. Mjög flott en svoldið pirrandi að vera í svona túristaflóði. Keyrðum svo til Hamiltion 20 mínútur frá og sváfum í svokölluðu hóteli. Frekar fyndinn staður, allt í niðurníðslu með ljósbleikum veggjum og rúmum sem voru svo mjúk að maður sökk lengst ofan í dýnuna. Svaf samt rosavel á einu horninu á rúminu fyrir aðeins 11 dollara og pleisið var amk hreint annað en hostelið á undan...
Dagur 4: Keyrðum aftur til Grampians og nú í almennilega fjallgöngu. Löbbuðum upp á Mt Sturgeon og höfðuð geðveikt útsýni yfir þjóðgarðinn frá toppnum. Töltum í um 3 tíma og vorum mjög stoltar af okkur eftir það:) Verð að fara þangað aftur með Hlyn og labba meira. Hef aldrei séð jafnundarleg fjöll, í laginu eins og öldur og þakin trjám. Allt öðruvísi en íslensku fjöllin með grasi í fjallsrótunum... Er víst líka eitthvað af aboriginal art stöðum þarna en við höfðum ekki nægan tíma til að skoða það.
Næst á dagskrá var að reyna að byrja formlega á Great Ocean Road en það er ekki nema um þriðjungur vegalengdarinnar milli Adelaide og Melbourne. Þurftum að keyra í myrkrinu til að komast á svefnstaðinn okkar Port Campbell, var bara klst síðan kom myrkur og strax 3 dauðar kengúrur við veginn. Keyrðum næstum því á eina sjálfa, því hún var skoppandi yfir veginn. Semsé allt annað en sniðugt að keyra í myrkrinu hérna!
Hostelið reyndist vera hið fínasta, allt hreint og fínt og bara snillahostel að öllu leyti...
Jæja seinni hluti ferðarinnar kemur inn á eftir eða morgun, verð að halda áfram með ritgerð djöfulsins.
En endilega kíkjið á myndirnar...
Saturday, April 24, 2004
Það er voða erfitt að byrja að blogga aftur þegar maður tekur sér smá hlé, ætlaði að koma með lýsingu á ferðalaginu en held að ég geri það á sama tíma og myndirnar fara inn svo ég hinkra aðeins með það.
Er annars að mygla yfir lærdómi þessa dagana. Er að gera einhverja hrikalega leiðinlega ritgerð sem ég hef verið að forðast síðustu vikurnar. Skiladagur á þriðjudaginn og mín varð því bara að binda sig við skrifborðið og byrja að skrifa. Ekki það sama að sitja hérna aleinn og læra eins og að vera í læristemmara heima hjá Öddu og Dodda, drekkandi kaffi latté beint úr vélinni og gæða sér á cooking a la Andrea.... Sakna brauðsins, afganganna sem alltaf virðast leynast í ísskápnum og allra furðulegu matartilraunanna :(
Og já auðvitað sakna Andreu og Dodda líka (ekki bara vegna matsins:)
Sendi Andreu sms þann 14. apríl þar sem stúlkan átti afmæli og mín hvergi nálægt símaklefa, gleymdi að skrifa nafnið mitt undir og fékk sms til baka " Hver af útlensku vinum mínum ert þú?"
Erum víst öll að flýja land þessa dagana, Andrea og Agga líka þó séu aðeins seinni í þessu. Ætla rétt að vona að við skilum okkur öll til baka á endanum því annars er klakinn ekki sá sami...
Fleiri afmæliskveðjur:
Til hamingju með afmælið Eyrún frænka 22. apríl og Begga 25.apríl!!!
Og líka til hamingju Fjalar með nýju verslunarstjórastöðuna:) Mál og menning í Mjóddinni á örugglega eftir að vera á mikilli uppleið með svona snilling að stjórna!
hmm... ætli mín verði ekki skítblönk í desember að biðja drenginn um vinnu eða fyrrverandi stjóra, Elsu Maríu. Sjáum hvað gerist. Langar nú rosamikið í líffræðivinnu en veit ekki hversu mikið verður um þær fyrir kannski útskrifaðan Bs líffræðing í janúar...
En já ætlaði að setja inn heimilisfangið mitt og verðandi heimilisfangið hans Hlyns (eftir 13 daga:) ef ykkur skyldi nú langa að senda okkur eitthvað hinum megin á hnöttinn. Ef þið viljið einfaldlega gleðja okkur þá er nú samt ódýrara að senda okkur sms (kostar jafnmikið og að senda innanlands = 10 kr) eða kaupa heimsfrelsiskort og þá getið þið spjallað við okkur í 2 klst fyrir 1000kall.
Skal vera sálfræðingur og skemmtilegur viðspjallandi á öllum tímum nema milli 15.00-23.00 þegar mín vill helst vera sofandi (enda 9,5 klst tímamismunur)
En hérna kemur rullan:
Townhouse 42, GPO Box 2100
Adelaide SA, 5001
AUSTRALIA
heimasími: +61 8 82916493
gemsi: +61 0400132953
Annars er ódýrasti kosturinn alltaf email:)
En já, CPG eða central pattern generator og CIN eða Commissural interneurons og félagar þeirra bíða mín...
Sunday, April 18, 2004
Hæ blogglesarar
Sorry með bloggleysið síðustu daga. Hef verið í ferðalagi og ekki mikið um tölvur á leiðinni. Nóg af tölvum í Melbourne en margt skemmtilegra að gera þar en að húka fyrir framan tölvuna.
Var að setja myndirnar mínar inn á tölvuna en á eftir að eyrnamerkja þær og set svo eitthvað selection af ferðinni inn svo þið getið séð hvað ég var að bralla.
Fór sem sé í 10 daga ferð með 3 þýskum vinkonum mínum sem búa hérna á campus. Leigðum fyrst bíl í viku og keyrðum Great Ocean Road með útúrdúrum og eyddum restinni af dögunum í Melbourne. Snillaferð með misgóðum hostelum og öllum gerðum af veðri en í heildina séð frábær:)
Er of þreytt fyrir detailed description núna en læt það fljóta einhvern tímann í vikunni....
Bara 18 dagar í Hlyn og mín getur ekki beðið:)
Þangað til er það bara lærdómur og vonandi vinna...
Næsta ferðalag á dagskrá er svo The Outback:) :)
Uluru, The Olgas, Kings Canyon, Alice Springs og Coober Pedy.
Gaman gaman.
Var að sjá snillatilboð sem ég hugsa að ég og Hlynur nýtum okkur.
450 dollarar (25.000kr) fyrir ótakmarkaðar lestarferðir frá Adelaide til Perth, Alice Springs, Darwin, Sydney og Melbourne í 6 mánuði. Getum stoppað hvar sem er á leiðinni til þessa staða og látum vita með amk 90 mínútna fyrirvara þegar viljum hoppa aftur um borð.
Tekur 2 daga að fara upp til Darwin (risaland!) en þá er hægt að stoppa bara á leiðinni og gista einhvers staðar einhverjar nætur...
Mun þægilegra en að ferðast með rútu og það ódýrasta sem ég hef séð hingað til!
Bara rúta til og frá Alice Springs er 300 dollarar þannig að mér líst mjög vel á þetta tilboð.
Ef að ákveðinn aðili er svo að flytja til Sydney þá er auðvelt að skreppa í heimsókn:)
Ok 18 tímar í lest x 2 en hvað leggur maður ekki á sig fyrir vinina...
Tuesday, April 06, 2004
Var að horfa á æsispennandi Alias, þriðja serían er algjört dúndur:)
Plana ekki mikið á þriðjudögum, bara CSI og Alias með poppi...
Var annars að setja inn smá myndir, af BBQ á föstudaginn og Botanical Garden á sunnudaginn.
Hef einhverja hugmynd um að ég eigi eftir að eyða einhverjum klukkutímum þar með Hlyni, fullt af fönky plöntum. En ekkert smá þægilegt að vera þarna, gæti alveg hugsað mér picnik í rósagarðinum.
Voða rómantískt....
Eyddi svo mánudagseftirmiðdeginum á ströndinni með Marion, franskri vinkonu minni.
Höfrungar við sjóndeildarhringinn, sá þá samt ekki vel.
Sé þá betur í Workshopinu í Marine mammals í lok apríl.
Kláraði svo polar bear ritgerðina mína og náði mér í heimildir fyrir næstu ritgerð.
Hún er um mechanismana í mænunni sem leyfa okkur að labba og synda án þess að heilinn komi nokkuð nálægt því. Hafa verið gerðar frekar freaky tilraunir á köttum sem sanna þetta...
Og allir vita líka um hauslausu hænurnar sem hlaupa áfram um...
Er að skoða alls konar hluti í þessum kúrs, sitjum í líffærasafni í hverri viku og skoðum alls konar líkamsparta. Búið að cutta fólk í alla parta, eitt stykki haus hérna, eitt stykki fótur hérna og við sitjum með þetta framan okkur og skoðum voða áhugasöm.
Enda ekkert smá áhugavert en kannski smá kreepy um leið.
Skrítnast er hluti af safninu með alls konar fóstrum. Fullt af fóstrum með naflastreng sem eru á stærð við puttann á manni og svo ein ögguponsulítil beinagrind af veit ekki hvað margra mánaða fóstri.
Myndi taka einhverjar myndir fyrir ykkur af hálfum hausum og heilum og svona en má ekki:(
Verðið bara að koma í heimsókn ef viljið freaky show, eða fá að fara í Líffærasafnið heima...
En jæja smá spænska og svo bara bólið
Buenos noches mis amigos...
Friday, April 02, 2004
Jæja styttist óðum í Hlyn, 35 dagar í drenginn.
Hann er búinn í skólanum, bara próf eftir og svo vinna eins og brjálæðingur í 3 vikur.
Finnst frekar skítt að hann hefði getað verið kominn hingað eftir 2 vikur ef ekki hefði verið fyrir peninga:(
Öll framlög eru því vel þegin:) :) :)
Er búin að vera frekar dugleg að læra þessa vikuna, skilaði inn spænskuverkefni sem Jóhanna var svo góð að fara yfir fyrir mig. Fór svo á bókasafnið og fann fullt af heimildum um ísbirni, hvernig þeir eru aðlagaðir að lífi á ís og svoleiðis. Vissuð þið að þeir eru taldir vera sjávarspendýr? Vissi það ekki sjálf fyrr en ég fór í Marine mammals kúrs. Lifa sem sé á ís og eru háðir sjónum og eru því sjávarspendýr....
Allavegna er semsé að skrifa ritgerðina núna og planið er að klára hana í dag svo ég geti byrjað á næstu ritgerð á morgun. Harkan sex, búið að vera skýjað og styttist í 2 vikna semester-break þannig að alveg eins gott að rumpa vinnunni af.
Spurning dagsins: Af hverju borða ísbirnir ekki mörgæsir???
Er svo líklega komin með vinnu:) Fór í training session í gær hjá Market equity (= Gallup) og þeir gera alls konar símakannanir, labba í hús og spyrja fólk spurninga og stoppa fólk í mollum og slíku og spyrja spurninga. Leist nokkuð vel á þetta í gær og þarf að fara í 3 kennslusession áður en í rauninni er ákveðið hvort maður stami nokkuð eða sé algjör hálfviti í síma. Og maður fær borgað fyrir kennsludótið líka...
Held að ég ætti að höndla þetta, maður verður kannski frekar þreyttur á svona nonstop blaðri en fínt að fá smá aukapening....
Endaði annars í hálfgerðu rugli í gær þegar ég var á leiðinni í training sessionið. Ákvað að leggja af stað mjög snemma svo ég mætti nú örugglega á tíma. Kíkti á kortið og gat tekið strætó sem stoppaði við götuna sem ég átti að fara á. Vissi að væri smá rölt svo en hafði næstum 1,5 tíma til að koma mér á leiðarenda. Hafði líka hugsað mér að stoppa einhvers staðar fyrir morgunmat og svona.
Var semsé við númer 38 á götunni en þurfti að komast á nr. 357
Hljómar ekkert svo slæmt en málið var að ölll húsin voru sömu megin á götunni og hvert hús var jafnstórt og heilt fjölbýlishús með einhverju risafyrirtæki. Eftir að hafa tekið heila eilífð í að labba að nr. 100 þá hafði ég hugsað mér að hoppa bara í næsta strætó og komast þannig á leiðarenda en strætóarnir hérna eru crap dauðans og gengu ekki á þessar stoppistöðvar á þessum tíma. Ég meina kl. 10 að morgni til þegar maður hefði nú haldið að allir strætóar gengu...
Allavegna endaði á því að mín fékk þennan fína göngutúr og var rétt svo komin á tíma á leiðarenda.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti göngu en stress og sviti fyrir vinnuviðtal er ekki alveg að gera sig...
Er svo viðunandi subject í svefnrannsókn eftir að hafa gert svefn-vöku dagbókina mína í annað sinn. tók mig semsé of langan tíma að sofna í þeirri fyrstu. Um 20 mín, mér fannst það ekki svo mikið...
Til að teljast "góður sofari" þá þarf maður að sofna á undir 15 mín.
Mér tókst það í seinni dagbókinni (held ég, allt gisk hjá manni sjálfum næsta morgun) eftir að hafa dröslast hálftíma fyrr á fætur á morgnana (sem tókst ekki alltaf) og reyna að vera mikið í birtu á morgnana en hafa dimmt á kvöldin.
Þannig að ef þið eigið erfitt með að sofna á kvöldin þá eru þetta ráðin til að vera "phase advanced" eins og það er orðað á fínu máli, þ.e. flýta líkamsklukkunni aðeins svo maður sofni fyrr á kvöldin en vakni hress fyrr á morgnana. Ef ykkur vantar fleiri ráð, t.d. með jet lag þá er mín að verða algjör sérfræðingur:)
Er að fara næsta miðvikudag í sleep labið hérna og láta gera EEG cap test af hausnum á mér til að meta alfa bylgjurnar mínar... Hljómar eins og eitthvað geimverudót:)
Ætla að nota Hlyn sem tilraunadýr þegar hann kemur í fljótlegum lausnum á jet lag og sé þá hvernig það virkar. Mín var nefnilega nokkra daga að jafna sig á þessu og vaknaði alltaf á óguðlegum tíma, um 4-5 á nóttunni og þá skipti engu máli hvenær hún fór að sofa...
Það er grillveisla klukkan hálfsjö hérna í kvöld.
Er samt ekki beint impressed yfir grillmenningunni hérna. Það eru tvö "grill" svæði hérna á campus og þau fela í sér aðallega að steikja eitthvað úti.
Áströlsku grillin eru semsé flatt yfirborð svona eins og hamborgarasteiking í sjoppum og þegar ástralarnir grilla sausages (ekki sama og hot dog) þá lekur fitan út úr þeim og útkoman er í raun steikt pylsa.
Svo smella þeir tómatsósu á þetta, steiktum lauk (á grillinu) og í hvítt fransbrauð og eru hæstánægðir með útkomuna.
Sum grill hérna er víst með grind líka en hef ekki ennþá fengið þannig grillaðan mat:(
Verður ívið betra í kvöld, eitt unitið hérna er að bjóða í grillið og ætla að bjóða upp á meiri fjölbreytni í mat svo ætti að vera gaman.
Sakna samt fína gasgrillsins míns, langar í grillaðan rauðlauk, sveppi með piparosti, papriku og lauk á pinna marinerað í spicy olíu og grillaðar kjúklingabringur. Namminamm...
Verður örugglega það fyrsta sem ég geri við heimkomu, ykkur er öllum boðið:)
En jæja ísbjörninn bíður....