Veit ekki hvort þið trúið því, amk ekki þið sem hafið búið með mér, en mín fór sjálfviljug að þrífa allt húsið hátt og lágt í gær. Ég meina ryksuga allt pleisið (og það eftir að hafa lagað ryksuguna sem var stíflaðri en allt stíflað með 2 bjórtöppum og fleira skemmtilegu eftir fyrri leigjendur).
Skúraði svo baðið, eldhúsið og ganginn, þurrkaði af öllu og henti draslinu sem var í garðinum.
Mín var sveitt við þetta þangað til sambýlingurinn kom heim 2 tímum seinna, steinhissa á brjálæðinu og þreif baðherbergið.
Pleisið er ótrúlega fínt núna:)
Myndi ekki beint flokka sjálfa mig sem sóða (megið kommenta á þetta) en eftir að hafa unnið við að þrífa skrifstofur og stigaganga í einhver ár með skóla og vera svo heilt sumar að þrífa hótelherbergi þá fékk mín eiginlega alveg nóg. Er með einhverskonar ofnæmi fyrir þrifum sem lýsir sér í óstjórnlegri leti og þörf til að gera aðra hluti þegar fara á að þrífa.
En mín er komin í formlega sambúð núna:) þó ég sé víst í fjarbúð næstu 39 dagana...
og verð að taka mig á í þessum þrifimálum, leið ótrúlega vel eftir þrifin og held að ofnæmið fari minnkandi!
Er ennþá að skrifa að ég búi í Álakvíslinni en er nú flutt úr Miðholtinu að nafninu til og komin í Laugabakka!
Orðin sveitakona og fæ ekki einu sinni að kjósa í Reykjavík lengur...
Grenjaði yfir Pearl Harbour svo á mánudagskvöldið, ótrúlegt hvað maður getur verið viðkvæmur stundum....
Endaði daginn á því að fínpússa fyrirlesturinn um dolphin behavior sem ég hélt áðan með Lene og Suvi.
Gekk fínt og 25% af kúrsinum búinn. VEIVEIVEI
Hefði aldrei fengið 25% af einkunn heima fyrir 15mín fyrirlestur sem þrír vinna saman en er ekki að kvarta. Mjög sátt við minna vinnuálagið hérna og ennþá sáttari við að hafa gert gráðuna mína á Íslandi!
Var svo voðagóð spouse áðan og las yfir framleiðsluritgerð á misplum fyrir minn heittelskaða, var ekki jafnskemmtileg og svepparitgerðin sem ég las í síðustu viku en mér tókst amk að senda hana til baka í þetta skiptið.
Í síðustu viku var mín nefnilega að lesa yfir aðalverkefnið hjá Hlyn, setti voðafín rauð komment og kláraði um eittleytið að nóttu, ætlaði að senda drengnum ritgerðina strax því hann var á síðasta degi fyrir skiladag og ætlaði að nota daginn í að fínpússa.
Mín voðagóð, sendi sms og sagðist vera búin og ætla að senda ritgerðina en savaði bara breytingarnar og slökkti á tölvunni.
Svaf svo rosavel þangað til ég sá sms frá Hlyni næsta morgun og hann fékk auðvitað aldrei ritgerðina til baka. Reddaðist á endanum því hann rumpaði breytingunum af um miðnætti...
Var að bæta í líffræðingahópinn, fékk sára kvörtun frá Lalla sem skildi ekkert í því af hverju hann var ekki með. Sorry Lalli búið að fixa þetta!
Endilega kvartið þið hin ef þið eruð með blogg og engan link....
Monday, March 29, 2004
Sunday, March 28, 2004
hæ hæ
Var að setja link á Þórhildi frænku. Allir í familíunni að fá sér blogg þessa dagana:)
Algjör snilld, mæli með því að restin geri það sama!
Hef ekki bloggað alla helgina þannig að núna fáið þið allar rulluna:
Fimmtudagur:
Fór í mat til Ed og Phoebe, þau buðu upp á Sushi og við fengum að rúlla upp okkar eigin sushirúllum. Gaman gaman, ætla að læra tæknina betur áður en ég kem heim svo við getum haft sushi matarboð!
Algjör stemmari..
Enginn hrár fiskur og flestir mjög ánægðir með það.
Ég bjó til sushi með reyktum lax, nokkurs konar rjómaosti, vorlauk og auðvitað hrísgrjónum og sea weed utan um. Rosagott þó ég segi sjálf frá.
Fengum svo ýmsar blöndur af lax, vorlauk, steiktum sveppum, gulrótum, gúrku, tofu, gervikrabba.
Var hissa á því hvað mér fannst þetta gott, sea weed bragðið venst ótrúlega vel:)
Komnar inn myndir...
Ulla og Skipper komu svo með flösku af ákavíti sem kláraðist furðufljótt. Mín drakk ekki nema 2 staup, ekki alveg fyrir svona sterka drykki. Allir voða hressir og þýski Arne (feimni kærasti Lene dönsku) var orðinn voðahress og faðmaði alla áður en hann fór. Gott að áfengi getur opnað fólk aðeins upp!
Enduðum í drykkjuleikjum til 4 um nóttina, ótrúlegt hvað allir spila sömu leikina út um allan heim.
Asshole = rassgat/forseti með smá breytingum
Kings = Drykkjuleikur Svenna nema ekki jafnflókinn
Pýramídaleikurinn, sígildur
Allavegna var voðagaman, erum komin í hálfgerðan matarboðshring hérna sem er mjög gaman. Gott að vera kominn með frekar fastan vinahóp sem gerir hluti saman.
Hugsa að ég og Kristin bjóðum næst í mexikanskt eða eitthvað álíka í unitinu hennar hérna á campus. Miklu stærra en mitt svo....
Föstudagur:
Vaknaði ekki fyrr en 11, var svo voðadugleg og sat inni og lærði til hálffjögur. Erum að halda fyrirlestur á mánudaginn svo mín ákvað nú að vinna aðeins í þessu.
Smellti mér svo í sund og í bíó.
Er að reyna að nýta síðustu dagana sem ég hef í útilauginni áður en hún lokar. Mæli svo með 50 first dates fyrir pura afþreyingu og hlátur. Drew Barrimore og Adam Sandler eru snillingar saman (nota bene wedding singer...)
Komin heim um hálftólf og gat ómögulega sofið enda bara búin að vaka í 12 tíma eða svo.
Hélt því bara áfram með fyrirlesturinn og hitti fólk á msn...
Laugardagur:
Vaknaði eldsnemma (fyrir 9 :) og ætlaði í hiking klukkan 10 með Lene, Arne og Kristin en svo hringdi Kristin og þá voru allir í íbúðinni hennar í pönnukökubakstri. Allt liðið vaknað og að baka, frekar ótrúlegt fyrir háskólanema hér á laugardegi!
Allavegna, okkur var semsé boðið í sænskar pönnsur áður en haldið var í hiking. Ekki jafngóðar og hjá mömmu enn og aftur en amk nær íslensku pönnsunum í þykkt...
Drifum okkur svo í Morialta Conservation Park (sjá myndir) og enduðum á að labba bara 7 km eða svo því það var svo heitt úti. Fannst heitara en venjulega og komust svo að því þegar við fórum aftur í bílinn að það var 35 STIGA HITI! Hálfgerð geðveiki að fara í hiking á svona degi, ströndin væri nær lagi.
Samt gaman að fara aðeins að rölta. Langar að fara aftur þegar það er actually vatn í fossunum. Frekar fyndið að labba hjá first og second waterfall og sjá bara þurra steina!
Held að komi vatn aftur þegar fer að kólna, hugsa að ég og Hlynur förum þá í 10 km gönguna og sjáum alla fossana þrjá sem eiga að vera þarna. Sá bara smá poll undir fossi eitt, frekar fyndið.
En rosafallegt, sá enga kóala bara road sign um að þeir eigi að vera þarna.
Vorum alltaf að kíkja í tréin en :(
Fór svo heim í sturtu og átti að vera mætt til Suvi út á Glenelg klukkan 6. Strætókerfið hérna er frekar ömurlegt svo strætóinn sem fer frá Flinders til Glenelg gengur bara má-fö, rétt missti af síðasta frá skiptistöðinni þar sem ég gat ekki náð neinum strætó þangað.
Endaði á að taka strætó langleiðina inn í borgina (öfug átt) og taka svo lestin til Glenelg.
Þurfti að hlaupa í strætó svo fékk 2 exercise þann daginn, gaman að hlaupa í 35 stiga hita með fartölvutöskuna á bakinu. Hefði semsé getað sleppt sturtunni.....
Enduðum svo á kaffihúsi um kvöldið með smá fólki að spjalla en mín var komin heim um miðnætti, spjallaði aðeins við mömmu í símann. Alltaf gott að tala aðeins við foreldrana....
Svaf svo eins og steinn og græddi einn klukkutíma í svefn því það var verið að flýta klukkunni hérna um einn tíma. Semsé 9,5 tíma munur núna.
En jæja ætla að hætta þessu blaðri, vona að einhver hafi nennt að lesa þetta risablogg.
Skýjað úti svo mín ætlar að nýta tækifærið og læra....
Thursday, March 25, 2004
vei, meiri gleðifréttir:)
Hringdi í OSHC sem er sjúkratrygging hérna fyrir nemendur. Ég varð að kaupa þessa tryggingu áður en ég fór út sem er fáranlegt þar sem Tryggingarstofnunin heima tryggir allt það sama.
Borgaði því um 15þúsund krónur í tilgangslaust dót.
Gleðifréttirnar eru þær að ég talaði við DIMIA (Immigration) og þeim er alveg sama hvaða tryggingu maður er með, bara að maður sé tryggður.
Svo hringdi ég sem sé í OSHC og get fengið endurgreitt:) :) :)
Visareikningurinn minn verður glaður...
Er að spá í að senda beljunni á alþjóðaskrifstofunni meil og segja henni þetta. Ég spurði hana út í þetta áður en ég fór og hún sagði að ég yrði að borga þetta.
43 dagar í Hlyn...
Wednesday, March 24, 2004
Hæ hæ
Var að setja inn link á danskt par sem er hérna, Ullu og Skipper.
Síðan þeirra er mjög fyndin og ef þið hafið gaman af því að lesa dönsku þá mæli ég með henni.
Klikkið bara á dagbókina og kíkjið á bloggið....
VÍÍ Get núna hafið niðurtalningu á því þangað til Hlynur kemur:)
Pöntuðum flug á netinu á morgun, endalaust vesen eins og allt annað þar sem við vildum fara í sama fluginu til baka. En erum búin að bóka og borga (réttara sagt á visa núna:) og því ekki aftur snúið!!!
44 DAGAR.....
Hlynur leggur semsé af stað frá klakanum 5.maí og er kominn til Adelaide þann 7.
Erum svo að plana ferð í outbackið viku eftir að hann kemur, mín ætlar að skrópa eina viku í skólanum fyrir Uluru og Alice Springs:)
Er búin að vera að skoða pakkaferðir en finnst svoldið dýrar.
Hvað segja eldri ástralíufarar um að borga 900 dollara á mannfyrir 9 daga ferð í outbackið með öllu inniföldu?
Gista í tjaldi, matur, keyrsla....
Annars væri annar möguleiki að leigja bara bíl sjálf, annaðhvort venjulegan bíl og gista í tjaldi eða svona bíl með rúmum og öllum pakkanum aftur í.
Sýndist vera frekar ódýrt, en við þurfum að skoða þetta betur
Fékk pakka frá mömmu og Hlyn í gær, rosaglöð með 2 bingókúlupoka. Verð að spara þær, eru rándýrar eftir að hafa verið sendar hálfa leið yfir hnöttinn!!!
Fékk líka einn bol sem var sárt saknað, sakna nota bene fullt af fötunum mínum. Lít inn í skápinn minn hérna og það er hálfsorglegt úrval.
Hlynur gerði meira að segja grín að mér þegar ég var að pakka, leit inn í skápinn og spurði hvort ég hefði tekið eitthvað út:(
En já, tók mín 20 kg og þau verða víst bara að duga næstu mánuðina.
Verður erfitt en ég hlýt að lifa....
Fór á pönnukökuhús í gær sem er opið 24-7, ætla að muna eftir því sem eftirdjammmat!
Á þriðjudögum fær maður all you can eat pancakes fyrir 5 dollara og mín át aðeins of mikið.
Alltaf jafnmikil græðgi í manni, voru samt rosagóðar og ætla pottþétt aftur.
Smelli inn myndum sem fyrst svo þið getið slefað yfir fínu pönnsunum.
Minnti mig svoldið á Tæland, banana smoothie og pönnukökur, vantaði bara fruit platterinn til að fullkomna dæmið:)
Sakna samt svoldið íslensku pönnukakanna sem er allt öðruvísi, reyni kannski að fá mömmu til að gefa mér uppskriftina sína. Held samt að sé ekki beint uppskrift heldur meira tilfinning hjá henni, aðeins meira af þessu og aðeins af hinu. Útkoman er algjör snilld, sérstaklega með sultu og rjóma.
Namminamm....
Dreif mig svo heim að horfa á Alias, er algjörlega húkked á þessum blessaða þætti, held að 3.sería sé betri en sería nr.2 sem var svoldið steikt á tímabili.
Ekki það að þessi sé eitthvað minna steikt með Jennifer Garner minnislausa um síðustu 2 árin í lífi sínu en allavegna..... Er gjörsamlega föst...
En jæja, 30 stiga hiti úti, langar í sund eða á ströndina en ætla að vera gáfuð og læra úti á veröndinni. Ætla að klára sem mest af verkefnunum mínum áður en Hlynski kemur svo við getum gert eitthvað skemmtilegra....
Þannig að best að byrja.
See ya later
Monday, March 22, 2004
Jæja mín orðin svaka gella með vinnuleyfi fram í mars 2005 hérna:)
Ákvað að það væri allavegna betra að hafa vinnuleyfi, ætla að tékka á vinnum á atvinnuskrifstofunni í skólanum. Má vinna 20 tíma á viku með skólanum og ótakmarkað í fríum.
Ætla að athuga á morgun með telemarketing vinnu sem er á kvöldin. Líklega frekar frjáls vinnutími og mér líst vel á að vinna á kvöldin. Myndi aldrei höndla að selja neitt en er alveg til í að prófa þetta.
Amk betra en þrif, skyndibitastaðir og súpermarkaðir. Held að ég leggi ekki í þannig vinnur aftur.
Fæ hroll við tilhugsunina.
Hótelþrifin í Danmörku og 2 ár af því að þrífa skrifstofur og stigaganga var feikinóg.
Þessir fáu dagar sem ég vann í Nýkaup voru líka næg reynsla af slíkri gleði.
En það væri fínt að eiga smá aukapening til að leggja í ferðasjóð.
Er að plana allar þessar fínu ferðir í öllum fríum þegar Hlynski er kominn og það væri nú skemmtilegra að eiga fyrir þeim öllum!!!
Keypti mér skó áðan, stóðst ekki freistinguna, kostuðu bara 5 þúsund. Svartir, ótrúlega þægilegir lágbotna skór sem passa við allt. Geta verið fínir og ekki svo fínir og baaaaaaaaaaaaaaaara þægilegir:)
Elska Ástrala fyrir að hafa stóra fætur og bjóða konum skó nr. 42
Ekki alltaf til 42 en mun betra en heima þar sem bara ljótustu skórnir í búðinni eru til í 42.
Eitthvað samsæri í gangi gegn hávöxnum konum heima....
Saturday, March 20, 2004
sit a bokasafninu ad leita ad heimildum, algjor synd ad sitja inn thegar vedrid er svona gott:(
Held ad eg fari ad drifa mig ut...
For i frekar fyndid party hja Lord Mayor of Adelaide i gaer, svaka finar snittur og svona en bara gos ad drekka. Vid bjuggumst vid finu raudvini og hvitvini en nei bara kok og appelsinusafi....
Fengum mynd af okkur med Mayornum, smelli henni inn hja mer thegar their birta hana a heimasidunni sinni.
Hann spurdi mig hvort eg vaeri ekki med eftirnafn dottir eitthvad.
Er alltaf jafnhissa thegar folk herna veit eitthvad um Island.
Allavegna, mjog drukknir astralir a pubcrawl i drykkjuleikjum, minnti mig svoldid a landa vor!
Smellti mer svo i diskopartyid sem var svoldid lame, alltof ha tonlist svo vid fludum ut og satum uti ad sotra bjor og spjalla.
En jaeja solin bidur.....
Friday, March 19, 2004
Hæ elskurnar minar, skal reyna að vera elskulegri en i gær....
Gæturdu sagt mer aftur bloggid þitt Vala svo eg geti smellt þer inn sem link i "Bloðböndin"?
Þegar tölvan frikadi ut þa missti eg bloggid þitt ut adur en eg gat sett þig inn sem link.
Veit ekki hvort er med virus en losna ekki vid leidinlegu upphafssiduna mina og nu vill tölvan ekki gera kommur lengur. i stadinn fyrir kommu a stafi kemur ´´o og ´´i . Mjög skemmtilegt:(
Hlynur ætlaði að hringja i Tölvulistann og sja hvað þeir segja, annars er öll hjalp þegin.
Tölvunördinn eg er ekki orðin svona þrouð i þessu að eg kunni ad fixa þetta:(
Annars fann eg forrit til að losa dvd diska vid region code. Takk Hlynur hennar Beggu!
Gat ekki notað það sem hann benti mer a en fekk mer trial version af öðru sem var talað um a heimasidunni - DVD region free og það virkar fint.
Gott að eitthvað virkar....
Er að fara i eitthvað fansy kokteilboð a morgun hja the Lord Mayor of Adelaide i Townhallinu herna.
Siðan er það annað hvort pubcrawl með uni eða "Village" party.
Það er semse party i community centreinu herna fyrir þa sem bua a campus og þemað er DISKO!
Held að min verði að fara, a engin diskoföt herna en er alveg til i að danska við disko allt kvöldið:)
Svo er afmæli a laugardaginn hja norskri stelpu, Kristin. Ætlar að bjoða okkur i mat og svona.
Og liklega Moana beach aftur a sunnudaginn, vona bara að veðrið haldist gott.
Ætla að drifa mig að kaupa body board...
En hef annars ekki verið að bralla mikið, ætla að hætta þessu og fara að læra eitthvað....
Wednesday, March 17, 2004
Lendi í stríði í gær!
Allt í einu fríkaði tölvan mín út, 2 vírusar herjuðu á hana og fullt af miður fallegum síðum komu upp á skjáinn hjá mér. Norton Antivirus herinn minn stóð sig vel og barðist við vírusana.
Ljótu síðurnar fóru líka en ein síða vil ekki fara, eitthvað bull um að ég eigi að downloada forriti svo ég geti skoðað þessar fallegu síður án þess að vera detected. Plantaði sér sem upphafssíðunni minni á netinu og er frekar pirrandi því það poppar alltaf upp annar gluggi líka og ekki hægt að loka þeim.
Pirrrr
Ekki alveg besti dagurinn, komst að því áðan með því að hringja í elskulega DIMIA (department of immigration) að John, ástralinn sem ætlaði að hjálpa mér og Hlyn með working visa vissi ekkert hvað hann var að tala um:(
Lexía 1: Aldrei treysta neinum til að gera mikilvæga hluti fyrir þig, alltaf fara í upprunalegar heimildir og sjá sjálfur hvað er rétt og rangt.
Vinur hans ætlaði að reyna að láta Hlyn fá working visa og svo gæti Hlynur farið og unnið annars staðar en það má semsé ekki. Ath Begga og Hlynur- megið semsé bara vinna hjá einum vinnuveitanda ef hann sponserar ykkur sem vinnukraft hjá sér.
Vildi að Ísland væri með working holiday maker agreement, myndi gera lífið okkar mun auðveldara:(
En jæja skref 2 er að Hlynur komi hingað í gegnum stúdentavisað mitt og má þá vinna 20 tíma á viku. Hefðum semsé getað byrjað á þeim ferli fyrir löngu. Takk John fyrir góðar upplýsingar.....
Komst líka að því í dag að kúrs sem ég ætlaði að nota upp í Bsinn heima er fullur, get setið í tímunum en ekki gert praktíska partinn. Annað gleðiefni.
Þarf semsé 3 kúrsa af sameindadóti svo ég geti klárað þessa blessuðu gráðu.
Ætlaði í veirufræði sem er ekki kennd þetta árið af einhverjum fáranlegum ástæðum og ætlaði í 3.árs Molecular lab en var búin að gera allar æfingarnar heima nema eina...
Er því bara með 1 kúrs sem ég ætti að geta fengið metið, ónæmisfræði og var að senda Kesöru email með tveimur öðrum mögulegum. Vona að það gangi upp.
Annars er það víst vor 2005 líffræðikúrsar á Íslandi.....
En jæja ætla að hætta að pirrast í ykkur, vona að eitthvað af þessu komist á hreint bráðlega....
Vona að dagurinn ykkar verði betri en dagurinn minn í dag
Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Jæja myndalinkurinn er að verða voðafínn.
Fattaði eftir á að kannski væri betra að merkja myndirnar, snúa þeim og gera fínar áður en ég setti þær á netið:(
Döööö
En allavegna komnar myndir af hinum ýmsu atburðum eftir hin snilldarlegu kaup á Canon Ixus 400. Mæli hiklaust með þessari vél, vantar bara stærra minniskort og þá er mín í góðum málum!!!
Setti inn myndir úr dýragarðinum og Cleland Wildlife Park fyrir þá sem trúa því ekki að ég sé í Ástralíu! Trúði því varla sjálf fyrr en ég sá kóala og kengúrur:)
Svo er ég að setja inn nokkrar myndir af sólarlagi við Glenelg ströndina. Hefði getað verið voða rómantískt með Hlyn en ....
Það verður víst að bíða smá.
Svo eru nokkrar djamm myndir, útsýnið mitt, River Torrens og svona ásamt Barossa Valley, eitt frægasta vínræktunarhérað Ástralíu með ókeypis vínsmökkun:)
Hugsa að ég setji svo bráðlega inn myndirnar frá því í des og jan fyrir þá sem vilja kópíur af gamlárskvöldi, þorrablóti og svona. Ætlaði alltaf að láta Hlyns systur fá kópíu áður en ég færi en það er svo sem alveg eins gott að gera þetta svona.
Tók því bara rólega í dag, skóli, sund, sólbað og svo CSI og Alias.
Nýja Alias serían byrjaði rétt eftir að ég kom til Ástralíu og fyrir Guðs náð á room matið sjónvarp:) Mín sat og lærði spænsku í endalausu auglýsingunum og sló þannig tvær flugur í einu höggi:)
Monday, March 15, 2004
jæja mín dissaði photodæmið hjá bravenet, virðist vera einhver eldveggur eða eitthvað hérna og ég kemst aldrei inn á það.
En gestabókin er orðin rosafín svo endilega skrifið ykkur í hana.
Langar að vita hverjir eru að kíkja á síðuna mína.
Væri líka gaman að fá fleiri komment, hingað til hefur Fjalar verið duglegastur.
Hann fær hrós dagsins fyrir það:)
Er annars búin að setja inn nýjan myndalink og búin að setja inn eitthvað af myndum ef þið viljið sjá hvað er að gerast hérna hinum megin á hnettinum...
Til hamingju með afmælið Máni á föstudaginn og Ólöf Svala í dag. Rosa mikið af afmælum þessa dagana. Mín er að klikka á þeim flestum. Vona að fólkið fyrirgefi mér...
Allavegna, hélt upp á 1.árs afmæli mitt og Hlyns í dag.....
með því að fara á ströndina. Ekki alveg ideal en sólin og ströndin hjálpuðu amk til. Lærði meira að segja á ströndinni. Talandi um að slá tvær flugur í einu höggi...
Fullt af öldum og life guardinn á ströndinni leyfði mér að prófa brettið sitt. Algjör snilld, verð að kaupa mér body board!!!
Sat þar með Suvi mestallan eftirmiðdaginn og svo keyrði strætóbílstjóri sem var ekki á vakt okkur heim. Vorum að bíða eftir strætóinum okkar og hann bauðst bara til að skutla okkur.
Talandi um vingjarnlegt fólk, einkastrætóbílstjóri:)
Sé þetta ekki alveg fyrir mér gerast á Íslandi.
Eldaði svo í tilefni dagins, ekki beint fanzy en eldaði amk. Hef ekki alveg verið að nenna því að elda fyrir mig eina hérna. Verður mun skemmtilegra að elda þegar Hlynur kemur.
Getum þá keypt kengúrukjöt í súpermarkaðnum og grillað...
Finnst frekar fyndið að sjá svona hluti í venjulegum súpermarkað en ég er víst í Ástralíu svo....
TIL HAMINGJU MEÐ 1. ÁRS AFMÆLIÐ Í DAG ERNA OG HLYNUR:)
Svoldið sorglegt að vera sitthvorum megin á hnettinum á afmælisdaginn sinn en við verðum víst bara að bæta úr því eftir nokkrar vikur.
Webcam og síminn standa sig ágætlega þó það sé ekki alveg það sama....
Minn heittelskaði er kominn með blog líka, smelli honum inn sem tengli hérna svo þið getið fylgst með honum líka....
Var að bæta Palla frænda inn, Palla litla eins og maður kallar hann þó það eigi nú ekki við lengur.
Hann er örugglega ekki beint sáttur við það heldur en þegar hele familien heitir sama nafninu þá er þetta óhjákvæmilegt. Palli Páls er nú betra.
Hann er semsé í Kaliforníu sem skiptinemi ef þið viljið kíkja á bloggið hans.
Vara ykkur við, sól og hiti er líka þemað þar svo ekki lesa ef þið verðið græn af öfund (beint til Fjalars:)
Sunday, March 14, 2004
Fór að djamma á fimmtudaginn, eiginlega enginn í skólanum á föstudögum virðist vera svo fimmtudagur er fínn djammdagur. Það var stelpukvöld á bar hérna nálægt svo vodkaglas kostaði dollar (56kr). Flott tónlist, dansgólf og fullt af fólki. Hugsa að maður fari þangað fleiri fimmtudaga.
Var svo voðadugleg á föstudag og byrjaði á fyrirlestri sem ég, Suvi (finnsk stelpa sem býr í Svíþjóð) og Lene (dönsk stelpa) ætlum að halda saman í Marine mammals. Planið er að ljúka því af fyrir páskafrí eins og sem flestu öðru. Held að ég þurfi að fara að láta hendur standa fram úr ermum.....
Fór að kafa á laugardaginn, gaman gaman.
Fór nú bara niður á 5 metra dýpi, ekki beint í djúpu laugina strax en gott að fá smá tilfinningu fyrir þessu aftur. Var eins og jójó í fyrri köfuninni með allt of lítið af weightbelts svo mín var alltaf að poppa upp:(
Reddaði því fyrir köfun nr. 2 og það var mun ánægjulegri köfun.
Ekki beint sambærilegt og 30 gráðu heiti sjórinn í Tælandi með kóralrifjunum þar....
En fínt til að byrja með. Þurftum að labba lengst út á bryggju með allt draslið (þ.e. kútinn og weighs beltin og allan pakkann) sem var frekar mikið púl. Vöðvarnir mínir eru aðeins að kvarta núna...
Algjör lúxus að vera á bát og hoppa beint út í!!!
Næst á dagskrá er mun flottari köfun í páskafríinu, 4 daga útilega, kafa á hverjum degi og víst selir út um allt. Sumir sáu höfrung á laugardaginn í köfuninni en mín missti af því:( Bæti það vonandi upp um páskana.
Fór svo á ókeypis sinfóníutónleika "under the stars" sem var algjör snilld, held að helmingurinn af Adelaide hafi verið á staðnum með picnickörfurnar sínar. Rosagott veður og við sátum bara og drukkum rauðvín og hlustuðum á tónleikana.
Hitti Ernu og Joseph, þ.e. íslensku stelpuna sem býr hér, var í líffræðinni heima og kom hingað sem skiptinemi fyrir 3 árum. Þvílík tilviljun að við skulum líka hafa unnið saman ein jól í MM.
Þau voru voðahress, gaman en furðulegt að tala íslensku. Var ótrúlega meðvituð um það að ég væri að tala íslensku við hana. Er nú alveg búin að tala við Hlyn slatta á webcam og í símann en þetta var eitthvað öðruvísi.
Joseph (eða Jói) er svo orðinn ótrúlega góður í íslensku, finnst hann nokkuð öflugur að standa í þessu. Þau eru voðaspennt, verðandi foreldrar eftir 2 mánuði. Verður gaman að fylgjast með því:)
Tók því rólega í dag, las meira um höfrunga (og pirraðist smá yfir að sjá ekki einn í gær), las spænsku, naut sólarinnar út við ána og horfði á ástralska bíómynd í sjónvarpinu.
Ætla núna að fara að leita að info um acoustic communication system of dolphins.
See ya later...
Wednesday, March 10, 2004
Ástralir gera allt öfugt við okkur Íslendinga, ég á eftir að vera Emma öfugsnúna þegar ég kem heim....
Þeir keyra öfugu megin, synda í öfugan hring, sólarhringurinn er öfugur, standa vinstra megin í rúllustiga og svo framvegis.
Verð líka stórfurðulega vinalega stelpan þegar ég kem heim. Fólk hérna byrjar að spjalla við þig í strætó eða á stoppistöð eins og ekkert sé. Meira að segja fólk sem vinnur í búðum er farið að spjalla við þig.
Herdísi fannst ég of vinaleg þegar ég kom heim frá Salamanca, hélt að ég væri stórskrýtin (sem ég kannski er, veit ekki hvort ég vilji fá einhver komment á þetta:). Sjáum hvernig þetta verður aftur á klakanum.
Fór áðan og skráði mig í köfunarklúbbinn hérna í skólanum, er frí köfun á laugardaginn. Hlakka til að fara að kafa aftur. Er samt með smá áhyggjur að hafi gleymt öllu. Ætla að biðja um smá upprifjun áður en ég hoppa ofan í....
Venjulega þarf maður að borga fyrir allt dótið; búninginn, grímuna, tankinn, bátsferðina og svoleiðis en er samt mjög ódýrt í skólanum miðað við venjulegt verð sýnist mér.
Svo er tilboð núna á PADI Open Water í einhverju Dive Shop hérna fyrir 250 dollara (1 dollari = 56kr), þ.e. helmingsafsláttur samkvæmt auglýsingunni.
Amk mjög ódýrt ef einhver hefur áhuga......
Hlynur verður allavegna glaður
Skráði mig líka í Marine Biology Association, sem er aðallega bjórdrykkja held ég en líka einhverjar snorklferðir og fyrirlestrar svo af hverju ekki...
Alveg eins gott að hafa nóg að gera á meðan ég býð eftir mínum heitelskaða....
Tuesday, March 09, 2004
Fór í Barossa Valley um helgina sem er eitt af frægustu vínræktunarhéruðum heims. Var semsé sötrandi áfengi frá 11-4 í ókeypis vínsmökkunum hjá mismunandi framleiðendum. Og nei Ásdís, ég skyrpti ekki....
Leit ekkert voðavel út í svefndagbókinni sem ég þarf að skrifa fyrir tíma. Þarf alltaf að skrifa inn þegar ég borða, sef, neyti koffeins og drekk áfengi.
Drakk semsé 11-4 og svo aftur frá 9-12.
Fann mig knúna til að skrifa útskýringu undir....
Var mjög gaman að smakka allt þetta vín, komst betur að því hvaða vín mér finnst góð. Bæði hvítvín og rauðvín og þekki fleiri þrúgur og svona.
Held að ég nái aldrei öggu í þessum efnum en er amk orðin aðeins klárari...
Endaði á að kaupa 3 flöskur, eitt hvítvín með bubblum. Algjört stelpuvín fyrir djammið í voðafínni flösku fyrir 560 krónur.
Keypti svo 2 fanzy flöskur fyrir mig og Hlyn, kostuðu smá en ótrúlega gott vín svo það er alveg þess virði.
Hlakka til að fá Hlyn hingað og opna flöskurnar:)
Fórum 10 saman og leigðum því 2 bíla. Kostaði ekki nema 15 dollara á mann, það er undir 1000krónum með bensíni.
2 af strákunum náðu í bílana, keyrðu út um allt og skiluðu bílunum daginn eftir. Algjör lúxus.
Mjög alþjóðlegur hópur, 3 strákar frá Malasíu, stelpa og strákur frá Singapore, og svo stelpur frá Finnlandi, Þýskalandi, Indlandi, Noregi og svo auðvitað Íslandi!
Enduðum á djamminu um kvöldið, ennþá með fínu bílstjórana svo enginn leigubíll heim. Fórum á stað sem heitir Heaven og er með 5 dansgólf.
Átti að vera mismunandi tónlist á öllum stöðunum en mér fannst hún nú nokkuð svipuð.
Var mjög gaman en mér fannst ég svoldið gömul, maður þarf bara að vera 18 til að komast inn og sumar stelpurnar voru mjög litlar og í mjög litlum fötum að gera eitthvað allt annað en dansa.....
Frekar fyndið að hafa líka svona professional dansara á sviðinu fyrir framan mann. Sum þeirra er algjör robot, virðast ekkert hafa gaman af þessu.
Skil ekki alveg tilganginn í þeim.....
Það var svo haldin keppni í hver dansar sexiest, fyrir miða á hátíðina sem er í gangi. Litlu stelpurnar hlupu upp á svið, voru að slást við hver aðra hver fengi að fara upp og þær 5 "heppnu" fengu að dilla sér fyrir framan allt fólkið.
Get ekki sagt annað en að sú sem vann gekk algjörlega fram af mér með dillinu sínu - nota bene ekki að dansa heldur að hrista sína dýrmætustu.
Jamm ég er orðin gömul!
Tók því bara rólega á sunnudaginn, fékk smá hausverk af öllu áfengissötrinu þó magnið hafi nú aldrei verið mikið og mín aldrei full.
Fór á ströndina með þremur þýskum stelpum og flatmagaði þar í nokkra tíma.
Fór síðan í sund í gær, búin að fara 7 sinnum allt í allt og er nokkuð sátt við það. Útilaugin lokar 3.apríl svo ég ætla að vera dugleg þangað til.
Voðafín laug, 50 metra hituð laug og ekki of mikið af fólki.
Smá gallar að er klórlaug dauðans, fólk fer ekki í sturtu áður en það fer ofan í, sturturnar eru gerðar fyrir dverga (ná mér upp í axlir) og það kostar að fá læstan skáp.
Sundlaugar á Íslandi eru í sérstökum gæðaflokki!
Eftir laugina hitti ég þýsku stelpurnar í súpermarkaði í mollinu. Eftir að hendurnar duttu næstum því af mér síðast þegar ég bar allt draslið upp hæðina ákváðum við að taka taxi saman og kaupa allt þunga dótið.
Keypti semsé marga lítra af vökva, hveiti, olíu, dót í frystinn og fleira skemmtilegt og smellti öllu í taxi. Algjör snilld, kostaði 100kall á mann og á mat fyrir langan langan tíma (vonandi:)
En jæja ætla að fara að leita að info fyrir skólann.
Ætla að gera fyrirlestur um hegðun hjá hvölum, ritgerð um köfun hjá polar bears og fyrirlestur um skammdegisþunglyndi.
Best að fara að byrja.
Ætla að klára allt sem get gert áður en Hlynur kemur svo við getum farið að ferðast og slappa af:)
Þannig að mín þarf að vera dugleg núna.....
Saturday, March 06, 2004
Er komin með linka fyrir gestabók og myndir en sorry ekkert komið inn á ennþá.
Er of þreytt fyrir meira internetdót núna, reyni að fixa þetta um helgina.
Góða nótt:)
Friday, March 05, 2004
Hæ aftur.
Sorry Fjalar og þið hin sem eruð í rigningunni á klakanum, tala bara um strönd og gott veður.
Vond manneskja, ég veit það.
Til þess að núa ykkur þessu enn meira um nasir þá fór ég á geðveika strönd áðan.
Hún heitir Moana beach, mæli með henni ef þið komið einhvern tímann til Suður-Ástralíu.
Engar smá öldur, fengum lánuð "body boards" hjá einhverju fólki sem var þar og mín ætlar í surf shop eins fljótt og ég get að kaupa svoleiðis. Ekkert smá gaman að fleygja sér í risastórar öldur.
Maður fer á þvílíkum hraða:) Algjör snilld.
Fórum semsé fimm saman á ströndina, var smá skýjað en þægilegur hiti svo það var bara gott.
Komst að því að sólarvörn virkar, maður gleymir alltaf einhverjum svæðum. Þau svæði eru smá rauð núna:(
En ætla að hvíla mig á sólinni á morgun og fara í vínsmökkun í Barossa Valley.
Ætla notabene ekki að skyrpa, heldur bara njóta vínsins:)
Tók því bara rólega í kvöld, horfum á Heartbreakers á DVD í einu af unitunum hérna. Nokkuð góð.
Veit einhver annars hvort ég get tekið lockið af DVD spilaranum mínum?
Hann er heimskulega fastur á european region sem þýðir að ég get ekki horft á neinar ástralskar DVD myndir hérna. Algjör synd því það er DVD og CD leiga á campus sem kostar bara 1000kall fyrir allt árið:(
Erum með yfir 1300 titla og mín getur ekki horft á neitt.
Hjálp tölvugúrúar ef þið getið reddað þessu!!!!!
Thursday, March 04, 2004
Var ekkert smá heitt í dag. Dagdreymdi um sundlaugina allan tímann sem var í tíma. Var ekki loftkæling í sumum stofunum og mín svitnaði bara sitjandi í tíma. Er ekki vön því að þurfa að gera neitt í svona miklum hita, venjulega er maður í fríi nálægt sjónum eða sundlaug og getur bara slappað af.
Fór samt í ótrúlega skemmtilegan tíma í dag í Psychophysiology. Erum að fara að taka þátt í svefnrannsókn, bæði sem tilraunadýr og aðstoðarmenn skilst mér. Svo er ég að læra allt um svefn og pælingar sem fylgja því. Ótrúlega spennandi:)
Smellti mér í laugina eftir spænsku og það var mjög góð ákvörðun. Leið ekkert smá vel í vatninu og synti 1,5km.
Dugleg stelpa!
Verðlaunaði sjálfa mig með ís þegar ég kom heim:)
Ætla svo á Moana ströndina í fyrramálið með slatta af fólki. Allir virðast eiga frí á föstudögum í skólanum hérna. Þeir eru nú ekki svona góðir heima.....
Allavegna, er klukkutíma strætóferð, hægt að fara á Glenelg ströndina með strætó sem tekur 15 mín en þessi er víst überflott með fullt af öldum og svona. Höfum allan daginn þar hvort sem er svo þetta verður bara gaman.
Wednesday, March 03, 2004
Það var ekkert smá heitt í dag, held að hafi verið 35 gráður eða meira. Algjör synd að vera í skólanum en ekki á ströndinn allan daginn í svona veðri. Fór annars á ströndina í gær og horfði á sólarlagið. Ekkert smá flott og algjör snilld ad flatmaga á ströndinni til 8 um kvöld á bíkini. Fannst ekkert gaman að sjá öll pörin labba um á ströndinni samt og ég var bara með vinkonu minni.
Dreg Hlyn þangað strax og hann kemur svo við getum séð þetta saman!
Fór svo í sund í dag eftir tíma, var farin að dagdreyma um kalt vatn! Þarf nefnilega að labba í 10 mín á milli tíma á miðvikudögum tvisvar sinnum og hléið er bara 10 mín. Labbaði þvílíkt hratt í 30+ veðrinu og vissi ekki einu sinni hvar skólastofurnar voru. Smá stress en held að rétt sleppi.
Minnti mig á Grensásstress þegar maður hljóp í bílinn, keyrði eins og brjálæðingur og í tíma.
Best þegar vorum 4 saman í Nirði, allar inn um eina hurð (þar sem hin var svo ryðguð að hún var permanently læst) og allt draslið í skottið. Stress en skemmtilegar minningar:)
Fór í spænskutíma í gær í alltof létt level og var mjög glöð áðan þegar ég fór í þriðja árs spænsku í dag í staðinn.
Held að verði aðallega upprifjun en vantar hana sárlega þar sem ég er búin að gleyma sorglega miklu:(
Frekar pirrandi að hafa haft svona mikið fyrir því að læra spænsku og svo gleymir maður öllu á 2 árum.
En þetta var ótrúlega gaman, var hissa hvað ég hafði gaman að þessu.
Keypti mat áðan í súpermarkaðnum og saknaði þess að hafa ekki bíl. Sá eftir því að kaupa sykurinn og hveitið þegar ég þurfti að bera það allt upp hæðina hérna í 10 mínútur. Verð algjör massi með þessu áframhaldi!
Amk þangað til Hlynur kemur, þá fær hann góðfúslega að bera allt þunga dótið!!!!
Ákvað eftir langa umhugsun að vera áfram í townhousinu sem er í núna en ekki flytja í fanzy nýju unitin.
Hefði getað flutt í eitt þar sem búa 3 mjög fínir krakkar en svo er víst einn "fat old smelly Englishman" sem ég hef ekki séð. Kostar líka meira og væri vesen þegar Hlynur kemur svo ég er bara ánægð þar sem ég er. Hefði líka þurft að skipta á útsýninu mínu yfir borgina og út á haf fyrir stóra brúna moldarhæð.
Bjuggum sex saman í Salamanca og það var alltaf skítugt. Held að sé betra að vera bara 2 og hafa húsið almennilegt. Sænski strákurinn flutti í unit svo það er bara ég og ástralska stelpan.
Fullt af plássi og voða þægilegt.
Stundaskráin mín hér er voða þægileg, miklu færri tímar en heima. Hefði samt verið betra að hafa tíma á morgnana og hafa eftirmiðdagana lausa en ég ætla ekki að kvarta (allavegna ekki mikið).
Er bara í einum tíma á mánudögum frá 12-12.50, á þriðjudögum frá 12-3, miðvikudögum frá 1-4, fimmtudögum frá 10-3 og í fríi á föstudögum:)
Þetta er minna en bara verklegi hlutinn heima svo þetta er algjör snilld, samt er ég í fullu námi.
En er að spá í að fara að lesa.
Notabene Svanur og Erla, takk fyrir bókina. Hún er ekkert smá góð:) Mæli semsé með Cider House Rules eftir John Irving. Snillabók.
Og TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ERLA.
Er smá sein að segja þetta en vona að mér fyrirgefist þar sem ég er í útlandi....
Tuesday, March 02, 2004
Var að horfa á óskarinn, Lord of the Rings rústaði þessu gjörsamlega!
11 verðlaun af 11 tilnefningum. Gerist ekki mikið betra:)
Algjört stelpukvöld, vorum 5 stelpur að horfa á þetta saman drekkandi rauðvín og borðandi osta og snakk.
Mjög gaman.
Flyt svo í fanzy nýju íbúðina mína á morgun:) Morgundagurinn fer því líklega í þrif og flutninga. Ekki beint það skemmtilegasta en verður gaman að fara í nýju íbúðina!
Erum svo að plana að fara í Barossa Valley í vínsmökkun á laugardaginn. Fullt af vínræktun og ókeypis smökkun. Held svo að það sé ströndin á sunnudaginn ef veðrið er gott.
En skóli í fyrramálið, ætla að fara að sofa.
Góða nótt
Monday, March 01, 2004
Jaeja er buin ad fara i fyrsta timann minn:)
Ordinn alvoru astralskur nemi!
List mjog vel a kursinn, erum ad fara ad laera um hvali, hofrunga, saekyr og fleira. Faum ad fylgjast med villtum hofrungum og svona. Svo raedur madur hvort madur tekur 100% prof eda verkefni og minnst 25% prof. Algjor snilld ad fa ad rada thvi bara. Madur getur meira ad segja valid hvort madur tekur krossaprof eda stuttar spurningar. Ritgerd, baeklingur eda fyrirlestur.
Hef aldrei fengid ad velja svona heima, list vel a thetta:)
Er a bokasafninu svo engir islenskir stafir nuna. Aetla ad finna mer bok um spaenska malfraedi og rifja adeins upp i dag fyrir timann a morgun.
Er svo ad fara til norskrar stelpu ad horfa a oskarinn, stelpukvold med mat og alles. Verdur vonandi gaman
Flyt svo i miklu finni ibud a morgun. Buin ad tala vid gaurinn sem er yfir thessu og thad er ekkert mal.
By tha med 4 odrum, saenskri og indverskri stelpu og astrolskum og enskum strak. Allt glaenytt, voru ad byggja thetta og fullt af doti sem var ekki i gomlu ibudinni. Kostar bara 600kr aukalega a viku sem er alveg thess virdi fyrir ofn i herberginu, miklu staerri stofu og eldhus med risastorum frysti. Lesljos og ljos vid rumid, vodafinn skrifbordsstoll og almennt miklu flottara en thad sem eg er i nuna. Ekki thad ad thad se eitthvad ad thvi en......
Thetta er meira eins og ibud sem madur fengi thegar madur er i frii en studentaibud finnst mer en aetla ekki ad kvarta heldur bara njota:)
Spaenska malfraedin og oskarinn bidur svo
hasta la vista