Ástralíukindin

Ein enn kindin er komin á bloggið enda komin hinum megin á hnöttinn...

Saturday, August 11, 2007

Hæ hæ

Erum loksins byrjuð að blogga aftur því fleiri ævintýri eru á leiðinni.

Erum að fara aftur til Ástralíu en bara í stutt stopp, svo er það Egyptaland, Japan og síðast en ekki síst Bandaríkin í eitt ár

Nýja bloggið okkar er http://www.hlynurogerna.blogspot.com/

Knús
Erna

Monday, December 20, 2004

Ja hérna, eitt enn blogg af kindinni frá Ástralíu.
Vona að við komum heim á tilsettum tíma, erum núna í hangsi í Darwin eftir 3, 5 tíma flug frá Adelaide. Semsé ennþá í Ástralíu en ættum að vera komin langleiðina til Singapúr:(
Vona að við náum tengifluginu til London, annars verður einhver bið á okkur skötuhjúunum á klakann. Þeir redda manni víst alla leiðina heim þannig að við þurfum ekki að áhyggjast af því alla vegna en....

En já kemur allt í ljós....
Vonandi reddast þetta allt saman

BLESS BLESS ASTRALIA
HALLO ISLAND:)
Vid skotuhjuin erum semsagt ad yfirgefa hitann og hakarlana i Astraliunni og a leidinni heim fyrir jolin, erum rosaspennt og veit ekki hvernig vid verdum i 30 og eitthvad tima flugferdinni, langar bara heim strax!!!
Sidustu vikurnar i frii hafa verid alveg frabaerar, jolakaupin oll komin i toskurnar og komin med nog af sol og strandarlegu (serstaklega eftir ad hakarlarnir akvadu ad narta adeins i strandfolkid...). Bidum spennt eftir snjonum og kuldanum heima og audvitad ollu folkinu.
Sidasta bloggid fra Astraliu, nuna thurfid thid ekkert ad lesa meira af okkur, faid okkur i eigin personu i stadinn.
Hlakka til ad knusa ykkur oll
xxx Erna

Friday, December 10, 2004

Hi mates
Sitjum hérna í bongóblíðu í Tassie, síðasti dagurinn áður en stórborgin Melbourne tekur við.
Smá íslendingasamkunda þar, ætlum að hitta Jóhönnu, Beggu og Hlyn (Lennie eins og hann kallar sig hérna). Semsé 5 íslendingar í stórborginni saman!!!
Hlakkar mikid til ad hitta thau, a samt ad vera þrumur og eldingar i Melbourne. Vona að það gangi fljótt yfir.
Tassie ævintýrið hefur verið rosaskemmtilegt, skrýtið fyrir mig og Hlyn að ferðast með öðru fólki allt í einu og smá árekstar en annars allt mjög gaman! Sáum fullt af vatni (annað en á meginlandinu), flotta fossa, rosafallegar strendur, echidna, risastór tré, fullt af kengúrum og endalaust annað. Þið fáið bara að sjá myndir þegar við komum heim, held að við náum ekki að skella þeim inn neitt fyrr...
En já bara 11 dagar í okkur, erum að komast í jólafíling þrátt fyrir hitann og sólina. Jólaskreytingarnar hérna eru nú hálfgert grey og mesti jólafílingurinn í loftkældum búðunum. Maður getur þá allavegna ímyndað sér að maður sé á klakanum og það sé mínus 10 úti...
Vil líka þakka Gyðu snillingi fyrir frábæra íslenska gestristni hérna hinum megin á hnettinum. Höfum verið í þvílíkt góðu atlæti hérna, með okkar eigið lítið gestahús, fengið þvílíkar steikur og massabrauð í morgunmat (bakað af Steve bakara, namminamm). Takk Gyða og Steve :)

En já, sólin bíður
Besos ástralíukindin

Friday, November 26, 2004

Hallo hallo fra hjara veraldar
Erum komin til Tasmaniu, vorum pikkud upp i dag a flugvellinum af frabaerri islenskri konu, Gydu, sem hefur buid herna i 25 ar. Thilikt nice vid okkur, forum um Launceston i dag og fengum brillasteik herna i kvoldmat. Sumir atu 3 steikur vitandi thad ad their fengju bara pasta og hrisgrjon naestu vikuna i gongu!
En ja erum i thvilikt godu atlaeti hja Gydu og Steve, breska manninum hennar herna, sofum i gestahusinu i nott og forum svo i gonguna eldsnemma i fyrramalid.
Latum heyra i okkur eftir gonguna, naesta laugardag liklega.
Annars bara rosaglod ad vera buin i profum, senda heim 30 kg af drasli, thrifa og skila ibudinni af okkur...
Hafid thad gott thangad til naest...

Wednesday, November 24, 2004

How is it going mates???
Aussiearnir ég og Ice eins og Hlynur er farinn að kalla sig hérna því bókstaflega enginn getur borið fram nafnið hans bara rétt ókomin á klakann. Ef þið viljið hringja í okkur, þá er síðasta tækifærið á morgun því síminn lokar föstudagsmorgun og við förum á flugvöllinn! (Ekki til Íslands alveg strax þó heldur til Tasmaníu og Melbourne fyrst)

Get ekki betur séð en að allt sé klappað og klárt með litla leyndarmálið mitt. Ætlaði að bíða þangað til ég fengi ráðningarsamning faxaðan til mín en þessi skriffinnska virðist ætla að taka aðeins meiri tíma en ég bjóst við. Fékk email áðan sem segir allt sem segja þarf held ég...
Jenný og Ólöf, þið höfðum semsagt rétt fyrir ykkur. Þetta snýst bæði um vinnu og master:)
Minns er semsagt komin með 100% stöðu sem svefnmælitæknir í klínískum rannsóknum frá og með 28.desember á Landspítalanum:) Fólk kemur semsagt og fær mælingu fyrir alls konar svefntruflanir, kæfisvefn og svoleiðis.
Get svo útfrá því fundið mastersverkefni sem mig langar að vinna byrjandi næsta haust í svefnrannsóknum og unnið áfram með í klínisku rannsóknunum til að fá smá pening!
Því algjör draumastaða fyrir stúlkukindina, ráðin í draumajobbið hinum megin á hnettinum og get svo gert masterinn heima eins og mig langaði á því sviði sem mér finnst mest spennandi :) :) :)
Frábært að geta byrjað að vinna strax og maður kemur heim og það í líffræðivinnu sem ég bjóst ekkert við að fá...
Eintóm gleði

En já, vildi bara deila gleðinni með ykkur. Ætla út í sólina og halda áfram að læra fyrir prófið á morgun...

Monday, November 22, 2004

Fór í Marion verslunarmiðstöðin á laugardaginn, engin smá hnullabygging, eins og Kringlan og Smárinn til samans. Skoðaði endalaust sæt barnaföt í stærðum 00000, 0000, 000 , 00 og 0.
Ekkert smá dúlludót. Heyrði á einhverjar konum á tali um að þær yrðu nú að kaupa ákveðna flík fyrir ungabarnið; væri rosamikið í tísku núna!!!
Gerði mér ekki grein fyrir því að það væri tíska í barnafötum, alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

Hlynur sagði mér svo að kaupa mér eitthvað fallegt og greyið missti andlitið þegar hann hitti mig í Marion um hálffimm þegar mín var klyfjuð pokum... Var nú ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera en verslaði mér 2 pör af skóm (seinna parið á hálfvirði svo ég gat ekki annað en keypt það líka...), hlýrabol, sokka og nærbuxur (allt voða praktískt bómullardót svo ekkert að spreða þar). Svo var auðvitað komið slatti af pínulitlu krúsidúlludóti í poka og smá snyrtidót fyrir dömuna.

Héldum svo í súpermarkaðinn og versluðum inn smá partýdót, fórum heim og gerðum massatiltekt á heimilinu sem hefur verið frekar vanrækt í prófatörninni. Liðið kom svo um áttaleytið í kveðjupartý og við skemmtum okkur rosavel. Sagði öllum að koma með einhvern rétt eða whatever sem það vildi og við enduðum í átveislu til miðnættis:) Kíktum þá til Glenelg, fengum okkur smá bjór og svo beint í bólið!

Svo var smá strandarfílingur í gærdag og leti heima að horfa á síðasta ástralska Idol þáttinn. Endaði á að vera 3 klst prógram haldið í óperuhúsinu í Sydney með flugeldum og látum. Rosaflott. Svo vann stelpan sem við héldum með. Strákurinn var svona hálfgerður ítalskur Justin Timberlake, söng voða vel en hálfslepjulegur greyið. Stelpan brilleraði alveg, ekki með poppstjörnuútlitið en með klikkaða rödd og rosaskemmtileg á sviði. Leiðinlegt að við náum ekki að fylgjast með framhaldinu. Verðum að láta Beggu og Hlyn, Idolsjúklinga segja okkur hvað er að gerast. Idol hérna er nefnilega svo miklu stærra en heima, með endalausri auglýsingastarfsemi, viðtölum, útgáfu á diskum og fleira. Gáfum meira að segja út disk með eftirminnilegustu performerunum, einn þeirra söng í gær. Hrikaleg rödd, hræðilegur dansari og engan vegin sviðsefni en strákurinn er orðinn ríkur og frægur!
Stelpan sem vann, vann líka glænýjan sportbíl (rauðan), tölvu og alls konar dót og var sagt að yrði einn frægasti og ríkasti ungi Ástralinn eftir árið! Sá sem vann í fyrra er amk orðinn þvílík súperstjarna hérna.

Allavegna, Adelaide dvölin nær á enda. Var að byrja að pakka dóti ofan í tösku sem fer ekki með til Tasmaníu. Erum að vona að Greg sem Hlynur er að vinna hjá sé að redda okkur extra allowance í Qantas flugið. Annars þurfum við að senda 25-30 kg heim með flugfrakt á fimmtudaginn. Frekar dýrt en þorum ekki að mæta með 35 kg hvort í flugið og þurfa að borga það þannig. Það væri allrosalega dýrt!!!
Á að vera brillaveður á morgun, miðvikudag og fimmtudag þannig að mín ætlar að lesa úti í 30 stiga hita:) Svo bara próf á fimmtudaginn, þrif og pakka áður en við höldum í Thanksgiving dinner hjá amerískum vinum okkar hérna. Hef aldrei farið í svoleiðis áður og hlakka til að fá kalkúninn og allir um borðið segja hvað þeir eru þakklátir fyrir það árið ;)
En já, lærdómurinn bíður...
Hafið það gott í jólalandinu heima

Saturday, November 20, 2004

JIBBY!!!!
Thessi profatorn er bratt a enda og ogedisprofid i liftaekni buid:)
Gekk betur en thordi ad vona og nadi thessu allavegna held eg. Var ekki svo viss i gaerkveldi thegar eg for yfir allt torfid. Hafdi ekki hugmynd um hvad hefur ahrif a hreyfingu flaedis i storum tanki en bulladi mig ut ur thvi eins og odru midur skemmtilegu sem var til profs. En er rosafegin ad thetta er buid svo eg geti farid ad gera eitthvad skemmitilegra
Bara eitt prof eftir a fimmtudaginn i naestu viku i mun skemmtilegra fagi og svo framundan er chill helgi daudans.
Aetla ad drifa mig i Marion nuna og skoda barnafot fyrir kulubuann hja storu systur og fleira skemmtilegt!
Svo er party heima i kvold svo vid getum kvatt allt lidid herna.

En ja hafid thad gott um helgina, eg er farin i Mollid